Færsluflokkur: Bloggar

Jan van Zutphenlaan :)

Hæ og hó og hopp og hí!!

 Þá er ég komin til Utrecht.. :) Ferðalagið gekk bara alveg ofboðslega vel fyrir sig og ég lenti ekki í neinum töfum eða vandræðum.. Grét auðvitað allan morguninn heima á Flóku meðan ég kvaddi mömmu, pabba, Shebu, Dúnu, Inga, ömmu í símann og lindu systur líka í gemsanum. Hélt síðan að ég væri alveg komin yfir tárin á leiðinni upp á völl með mömmu en stoppaði svo á bensínstöðinni til að knúsa Möggu mína yndislegu fyrrum tengdamömmu og þá fór flóðið aftur á stað.. Ekki að það hafi verið svona hræðilegt að yfirgefa landið en tilfinningarnar voru bara alveg að fara með mig (eins og einhverjir tóku eftir). Ég var þó hætt að skæla þegar ég kom upp á völl með mömmu sem knúsaði mig í kleinu.. úff!! erfitt.. en ég er nú alveg að verða stór svo ég verð kannski ekki jafn mikil tilfinningahrúga næst.. ;)

Ég lenti við hliðina á yndælum hjónum í flugvélinni sem fannst ég ábyggilega vera týnda dóttir þeirra því þau spurðu mig spjörunum úr og gáfu mér alls konar góð ráð og pössuðu að ég kæmist í gegn um mannþvöguna með þeim eftir að vélin var lent og þangað til töskurnar þeirra komu þá kvöddu þau mig með handabandi og vonuðust til að sjá mig einhverntíman aftur.

Ég missti síðan af rútunni á lestarstöðina því ég þurfti að bíða svo lengi eftir töskunni minni en það var mikil heppni því ég hitti 4 vini sem voru systkin eða semsagt bróðir og systir og bróðir og systir og þau höfðu verið á þriggja vikna bakpokaferðalagi um ísland og voru mjög hrifin! Þau tóku mig algjörlega upp á arma sína þarna í rútunni og við vorum meiraðsegja farin að syngja saman:) ..algjör snilld! Við tókum síðan lest til Utrecht frá Eindhoven og fengum okkur hollenskar franskar með majónesi í lestinni. Kvaddi þau síðan á lestarstöðinni og fékk símanúmer og e-mail og hugsa að ég bjóði þeim nú í innflutningspartý eftir að við fáum íbúðina okkar, sem er 1. september. Leigubílstjórinn var svo líka sá almennilegasti og bar töskurnar mínar upp að dyrum hjá Lilju og Jan van Zutphenlaan 66 og Stefán (minn verðandi sambýlingur) tók á móti mér í dyrunum.

Ég svaf ótrúlega vel og í dag erum við búin að hjóla um bæinn. Stefán fyrst með mig á böglaberanum, en síðan keypti ég mér þetta fína litla sæta hjól með bognu stýri og er búin að vera mjög hamingjusöm síðan þá. Við skruppum í matvöruverslun og hjóluðum svo heim og gerðum pönnsur með súkkulaðihnetusmjöri og ávaxtasalati. nammi namm :)

Jebb.. Næs life í skrollandi Hollandi :)


vó!! bíðið nú aðeins hæg...

þarf maður nú að fara að blogga aftur þegar maður er að fara að flytja til útlanda :)

:o*

Don't try to tell me no-one loves you.
'Cause I do!! :o*

gettu

þrisvar

namm

ef þið eruð á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur (eða styttri vegalengd innan þessa svæðis) þá mæli ég með því að þið fáið ykkur kjötsúpu í Hreðavatnsskála.. VÁ hvað hún var góð!!! Hún kostar reyndar alveg 1000 krónur en hún er algjörlega peninganna virði og miklu miklu betri en hamborgari og franskar eða einhver sjoppu samloka sem kostar örugglega svipað þegar á hólminn er komið..

kjamms ;oD


nóg af ljósmyndurum ;)

 

GetAttachment.aspx

 

 

 

 

 

 

 

 

Finnst ykkur annars ekki við systurnar líkar?? :) 

OG BTW ..EEEEeeeeeelsku Gunni minn!! hef einmitt heyrt þetta um bróður þinn þó hann sé nú alveg ágætur fyrir utan þessa krónísku rúntsýki.. og dansfælni í sjallanum!! svo FYRIRGEFÐU og MILLJÓN KNÚS..!!! Mér finnst þetta ömurlegt!!  

Hvenær varstu samt fyrir sunnan?? vissi að þú kæmir vikuna eftir reunionið en var ekki viss hvaða dag!!:( annars kom ég um hhád. 19. og var að vinna til 8 setti svo símann beint í samband :/ sorry.. geðveikt leiðinlegt.. hefði getað boðið ykkur rúnturunum í kaffi :) ég LOFA að vera ekki svona leiðinleg næst. *smakk*


mæn telefóón

hehehemm..

fyrir þá sem hafa verið að velta fyrir sér vandamálinu með símann minn síðustu daga þá get ég nú bara sagt ykkur það hér og nú!!

Ég fór til holllands og talaði í símann stundum þar.. kostaði mig 4500 krónur!!!! en ég átti bara 3000 kr inneign áður en ég fór ú.. ekki vandamál nema.. peningurinn er dreginn frá eftirá!!

Fór svo beint norður í viku og gleymdi hleðslutækinu mínu.. Síminn minn dó! og á meðan hann var batterýislaus var peningurinn dreginn frá og þar með lokað fyrir símann..

 jebb.. there you have it! Allt semsagt komið í lag núna en allir sem reyndu að senda mér sms síðustu 4 dagana mega vinsamlegast senda mér þau aftur eða hafa samband og segja mér það sem þau vildu sagt hafa :oD

 knúsí

Sorry elskurnar með sambandsleysið :-*


M1

ég veit aldrei vað ég á að skrifa sem fyrirsögn.. er alltaf í einhverjum bölvuðum vandræðum með þetta litla hólf þarna fyrir ofan!! asnalegtkeyptum skopparabolta á leiðinni suður.. sá er búinn að vekja mikla lukku :)

Keyrðum norður á laugardaginn og komum heim með Kollu "surprice" í faðm fjölskyldunnar.. gaman að sjá viðbrögð allra.. enginn vissi neitt að hún væri að koma og mamma stóð bara og gapti í smástund áður en hún kom upp orði.. "HA!! Er þetta KOLLA!" heheheæðislegt

..svo var bekkjarpartý kvöldið 14. Það var nú reyndar bara frekar rólegt.. sátum í stofunni hjá Júlí, sötruðum vín og horfðum á slide-show. sumir kíktu svo í bæinn en ég fór nú bara heim að kúra :)

Fór í 2ggja ára afmæli hjá Loga Steini litla frænda morguninn eftir (í gær semsagt) Þar var brjálað stuð og allir í góðum gír

dsc01525

 Alveg sætast í heimi þegar hann var að blása á kertin sín tvö.. Þurfti nokkrar tilraunir á hvort en það tókst auðvitað að lokum.

Það sem toppaði samt allt var að litli gæinn fékk smá af græna fótboltavallarkreminu á puttana við að blása seinna kertið og fannst það eitthvað ósmekklegt að vera með græna fingur svo hann klíndi því bara beint í fptinn hjá stóru systur sem sat fyrir aftan hann..

Já sá litli kann sko að bjarga sér :)

 

Eftir afmæli var síðan óvissuferð með árgangnum.. Fyrst var ratleikur um Akureyri.. síðan vítaspyrnukeppni rétt fyrir utan Dalvík og að lokum fórum við í allsvaðalegustu vatnsrennibraut sem ég hef á ævinni prófað á Ólafsfirði!! En hún er gerð úr gömlum skíðastökkpalli og er alltaf opin á 17. júní og ég mæli sterklega með að ALLIR prófi hana!!! Algjör snilld ;)

Að lokum var farið í sal í firðinum og við fengum þetta fína lambakjöt, farið í nokkra leiki og að lokum renndum við inn á Akureyri og héldum áfram spjalli, dansi og sötri á Græna hattinum. Ótrúlega vel heppnaður dagur og kvöld! Líka skemmtilegt að sjá þetta fólk aftur og eftir allan þennan tíma er þetta einhvernveginn allt sama fólkið en samt eitthvað svo breytt! Maður kynnist einhvernveginn fólki upp á nýtt en samt líður manni bara eins og við séum búin að vera í skóla saman alltaf.. eins og ekkert hafi breyst og enginn hafi farið neitt :oD 

 Jæjja.. best að koma sér í sturtu og gera sig tilbúna fyrir daginn

*klem* 


REUNION

Brjálað spennandi helgi framundan..
Bekkjarpartý
óvissuferð
risakvöldverður með mörgum mörgum árgöngum MA
og til að toppa alltsaman 17 JÚNÍ!!! :oD

Mamma er síðan með opnun á nýrri sýningu fyrir norðan 19. !!!

ÓJÁ!! gaman gaman gaman ;)


KOSSAR!!!

VÁ takk öll fyrir hamingjuóskirnar ;)

Unnur mín! Að SJÁLFSÖGÐU kem ég í heimsókn..

Erla mín.. mig langar nú bara að senda þér RISA knús þú ert svo sæt ;)

Heiða mín.. þú færð póst frá mér innan bráðar! :) gaman að sjá þig í dag btw. :oD

Takk Hildur fyrir allan stuðninginn!! *kossar og Holllandsklossar*

og sorry elsku Linda mín.. ég var ekkert búin að gleyma neinu.. þessi listi var nú bara skrifaður í snarhasti og hugsunarleysi!! Verð að sjálfsögðu afmælisveislusjúk í sumar!!! tíhí... Við Raggs ætlum einmitt að fara hringinn og þá verður stefnt á að á ákveðnum afmælisdegi ákveðnar stórrar systur minnar verðum við á akureyri í PEEEERTÝÝi!!! :oD

En já.. ætli stefnan verði ekki bara tekin á Hollland í haust.. aðallega þó til að gefa vinum og ættingjum afsökun til að heimsækja þetta yndislega land :) hehehe... Við stelpurnar fórum á sex and the city saman í gær og ég fékk mér alveg sérstaklega bleikt naglalakk á táslurnar í tilefni dagsins!! Veit að ég er búin að sjá hana eeeeen.. þegar næstum allur MA vinahópurinn kemur saman við svoa tækifæri þá er nú ekki hægt að standast freystinguna :) og hún var sko ALVEG jafn æðisleg í annað skiptið :)

ég er núna bara byrjuð aftur að vinna! Mér fannst líka fyndið að vinna með bleikt naglalakk á táslunum.. hehe :)

Það er sko nóg fram undan.. Hvenær er fiskidagurinn aftur??? mig langar!!!! :OD

Við erum komin á fullt að leita að húsnæði þarna úti.. ætlum að finna okkur 4 herbergja íbúð og leigja saman öll árin 3 sem námið er.. Lilja (píanisti, píanókennari, stærðfræðikennari og söngkona með meiru) sér um tengslanetið og Stefán (barritón) á frænkuna í útlandinu sem talar holllenskuna og spjallar við fasteignasalana.. jebb.. ekkert lítið spennandi!!!

Við myndum semsagt verða 4 saman.. fjórða manneskjan heitir síðan Þórunn og var hún með mér í söngskólanum og vann líka í óperunni þegar ég var að gaula í óperustúdíóinu. Mér líst mjög vel á þetta fólk enda eru þau öll mjög hress, jákvæð og vandræðalaus :)

fjúff!!!

ætla að drífa mig út í sólina.. ég bara get þetta ekki lengur!!!

spæjjó :)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sólbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sólbjörg Björnsdóttir
Sólbjörg Björnsdóttir
Veit að gott er að eiga góðan lager :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gunnar sýnir taktana
  • Danny trompetstrákur spilar ping pong við Melanie
  • Danny hélt netinu
  • Sefán og Hannah buðu okkur í belgíska kjötkássu sem var svaka fín. Matarboðið endaði svo með borðtennismóti..
  • Rigningarblaut..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband