Færsluflokkur: Bloggar

Jííííhaaa!!

Ég komst inn í Utrecht :-D vííí... Blendnar tilfinningar.. JÁ!!!! Það er erfitt að ákveða hvort maður eigi að fara í djassinn heima á íslandi.. halda áfram að búa í fallegu litlu íbúðinni sinni.. vera duglegur að hitta vinina og halda áfram í fimleikum.. FÍH eða hvort maður á bara að flytja til HOLLLANDS.. kynnast nýju fólki, flytja.. halda áfram að syngja klassík og byrja nýtt tímabil í lífinu..
Ég held reyndar í alvöru talað að það sé kominn tími fyrir mig að breyta til.. Spurning um að flytja Ella, fimleikaþjálfarann minn, með sér og hafa hann sem einkafimleika þjálfara í útlöndum! Múhahaha.. það væri nasty! OG ég myndi vera í brjálæðislega góðu formi! Maðurinn fékk ekki viðurnefnið sitt for no reason!! ;)

Úff... Takk allir sem sendu mér sms og hringdu í dag.. ég er ekkert smá þakklát fyrir að eiga svona góða að!! :)

Prófið gekk reyndar ekkert rosalega vel.. veit ekki alveg hvað þau voru að spá að taka mig inn.. vaknaði hás í gærmorgun og það hafði ekkert batnað í morgun.. það setti mig líka aðeins út af laginu að píanistinn var ekki alveg að fylgja nótunum :/ en dómnefndin var miklu almennilegri en í Haag og Jón Þorsteinsson (sem hefur nýlega verið ráðinn við skólann) sendi mér yndislega strauma og fallegt bros úr sætinu sínu..!!

Vá hvað þetta eitthvað mikill léttir!! :)

Ég gekk semsagt inn í andyrið kl 9 í morgun.. og hitta þar Holllenska stelpu sem tók á móti mér.. Spjallaði aðeins við hana því ég gat ekki fengið upphitunarherbergið alveg strax.. en kom í ljós að hún átti tvo íslenska hesta sem heita Þrá og Ráka og hún hefur ferðast nokkrum sinnum til íslands :) gaman að spjalla við hana...
Ég fór síðan upp á þriðju hæð í upphitunarherbergið mitt og þegar ég var búin mæti ég stelpunni sem átti að vera á eftir mér.. við eigum mjög stutt spjall, á ensku.. óskum hvor annarri góðs gengis.. ég fer niður og hún að æfa sig.

Þegar ég er búin í prófinu.. kemur hún svo niður og ég segi eitthvað svona "fhew.. just waiting for my execution!!" hún brosti voðalega almennilega og spurði "where are you from" "Iceland" segi ég.. "Já ég líka!!!!" Bwahahahahahaha....
Hún heitir Lilja og er búin að læra á orgel í skólanum hjá pabba og allt.. Ég ákvað semsagt þarna að bíða eftir henni meðan hún var í prófin.. Komumst BÁÐAR inn á undirbúningsár í BA fyrir Master og enduðum með því að eyða deginum saman í bænum ásamt Stefáni.. sem ferðaðist með henni hingað og komst líka inn á Bachelorinn :)
Dagurinn var ógleymanlegur.. skáluðum í freyðivíni og löbbuðum út um allt í yndislegu veðri.. Fengum okkur ís, borðuðum hádegismat á indverskum veitingastað niðri við sýkin, fórum á Coffee Company - sem er svipað starbucks nema kaffið er líka gott :) ..keyptum holllenska orðabók.. skoðuðum klukkuturninn í miðbænum og enduðum með að borða á tyrkneskum veitingastað með Stefáni (sem var þá búinn loksins í prófinu sínu, en það var klukkan 18:10).

Síðan var kominn tími til að fara heim. Ég settist út á veröndina á litla sæta Bed and breakfastinu mínu með Grolsch og iPodinn minn.. hlustaði á tónlist, lagði kapal og kynntist lítilli maríubjöllu! :)

Held ég fari núna að pakka, koma mér í sturtu og enda svo örugglega á skype-inu með Rexy!!

Takk elsku Erla mín.. mikið er ég æðislega glöð að heyra frá þér!! Hlakka til að sjá þig á landi ísa.. :)

Úff.. best að byrja að vera busy!!

Planið mitt í sumar

Reunion um næstu helgi fyrir norðan.
17. júní!!!! :oD
Opnun á sýningunni hennar mömmu 19. júní
Vinna á Róma
Tónleikar með Sollu á Húsavík, Akureyri og vonandi rvk.
Tónleikar með Steina Frey í Bústaðakirkju
Tónleikar með Heiðu minni í Hverargerði

Hitta Brynju!!!!!

Grillpartý á Hjarðarhaganum
Garðapartý á Flóku
Leikir á Miklatúni
Fara á kaffihús með ÖLLUM sem mér þykir vænt um
Road-trip með Tinnu, Imbu og Dúnu
Fara hringinn með Ragga í júlí
gera eitthvað mergjað um versló
halda partý
fara í partý
kíkja í bæinn og vera fram undir morgun amk einu sinni..
fara til ítalíu (vonandi ef tími er til)
fara í sumarbústað
og fara eins oft og ég get að heimsækja ömmu og afa
labba á ströndinni á Akranesi!

Viljiði öll vera dugleg að hringja í mig í sumar.. því að öllum líkindum er ég að fara að búa í útlöndum næsta vetur!!

LOVE, PEACE AND UNITY

Sunny


kirsuberjakók og take-away wok

Það er alltaf svo fallegt á vorin! Auðvitað vildi maður óska þess að sumarið væri bara alveg komið, en hérna í Holllandi getur maður labbað meðfram sýkjunum á engu nema stuttermabol, stuttum buxum og opnum skóm og smælað framan í heiminn!! :) Rósirnar eru líka byrjaðar að sýna sig og eru alveg ofboðslega fallegar.. ég man alltaf hvað mér fannst þetta ótrúlega fallegt þegar ég var lítil.. Fæ alltaf svona kítl í magann þegar ég sé svona fullt af fallegum rósum á runnunum :)

Mér var tjáð það af ókunnugum manni á kaffihúsi að Ütrecht væri fjórða stærsta borgin í Holllandi og ég er búin að rölta um hana alla í dag!! Neinei.. ég segi það nú ekki alveg hehe.. enda borgin aðeins stærri en fjórða stærsta bærinn á Íslandi (sem er þá annaðhvort Egilsstaðir eða Ísafjörður, giska ég). Hérna búa um 5-600 manns og það eru rosalega stór hús hérna.. Þau eru reyndar minni í miðbænum og líka svona hús niðri við sýkin.. og húsbátar sem mér finnst alveg ofboðslega sjarmerandi. Líka svona litlir veitingastaðir á svona eins og einu leveli fyrir neðan verslunargöturnar.. það er soldið töff!! Mig langar pínu að fara út að borða á svoleiðis stað á morgun eftir að ég er búin að syngja fyrir í HKU (Hogeschool voor de Kunsten Utrecht).

Ég tók strætó og skoðaði dómkirkjuna hér sem var mjög falleg (turninn á henni er einmitt sá hæsti í Holllandi og klukkan í turninum ofsalega stór og flott). svo rölti ég aðeins verslunargötuna og fór í geggjaða tónlistarbúð sem B&B eigandinn benti mér á í gærkvöldi en hún var í lítilli hliðargötu sem ég þurfti aðeins að hafa fyrir að finna en fór nú samt létt með það!! Enda búin að læra að labba ekki bara áfram og halda að ég sé að fara í rétta átt eins og á íslandi þá getur maður bara labbað eitthvað og maður endar alltaf einhvernveginn á réttum stað.. en svona virkar það víst ekki í útlöndum.. Take my word for it people!! Þegar ég var búin að anda að mér öllum nótunum og geisladiskunum (endaði með því að ákveða að kaupa ekki neitt því ef ég hefði byrjað hefði ég aldrei vitað hvernig ég ætti að stoppa svo ég forðaði mér í snatri), rölti ég út og var nú ekki búin að labba lengi þegar ég fann crumpler.. varð ekkert smá hamingjusöm og lét loksins verða af því að kaupa mér svona hylki utan um Alexöndru (iBook tölvuna mína)!! Vííííí.. Er búin að vera að leita að svona lengi lengi lengi en alltaf bara til silfurgrátt eða einhvernveginn grænljótt á litinn en núna átti gæinn akkurat eitt vínrautt og ég fékk meiraðsegja afslátt því hann var ekki með næga skiptimynt til að borga mér til baka :) Ég var líka búin að sitja svo mikið á mér í tónlistarbúðinni að ég varð bara að eyða þarna 22 evrum, mér fannst það reyndar vel sloppið því þetta kostaði alltaf einhverjar 580 danskar þegar við vorum þar!! fjúff!! getur einhver sagt mér hvað þetta kostar heima? Jæjja anyways.. skiptir ekki máli!! Ég er hamingjusöm með nýja tölvuhylkið mitt :o)

Ég tók síðan smá jú-törn, eða u-beygju og gekk niður að sýki sem ég sá ekki svo langt frá mér.. Rölti meðfram því öllu og lét mig dreyma um að það væri bara pínulítið meiri sól. Labbaði svo yfir stóra fallega bogabrú og tók hina hliðina á sýkinu til baka.. Trén héngu yfir mér og það voru fuglar syngjandi og svanir á vatninu og mér leið bara ekkert smá vel :) Þetta var æðislegt! Ég tók síðan röltið í gegn um miðbæinn aftur og fann tónlistarháskólann sem er í gömlu húsi með háum turni á Marieplaats 28. Rosalega fallegur (eitthvað annað en byggingin í Haag.. pojj fojj). Þá datt ég inn á lítinn take-away wok stað og fékk mér satay kjúklinganúðlur og cherry cola og hoppaði svo upp í strætó heim á Villa Cornelia og borðaði matinn minn í garðinum undir trjánum með coldplay í eyrunum..

Jájájá... Ég ætla að fá mér að læra smá og fara yfir textana svo ég sé örugglega með allt á hreinu fyrir morgundaginn! Prófið er klukkan 10 og upphitun kl 9:30. Vona að ég nái að renna yfir lögin með píanistanum fyrst.. :)

Elsku Eva mín.. takk fyrir kommentið.. það var sko miklu betra hjá þér heldur en á bed and breakfast! Alveg sama þó það sé nýkreistur appelsínusafi í morgunmat! .. Ég saknaði bara Sunnu sætu í morgun og þó fólkið hérna sé mjög almennilegt og viðkunnanlegt þá er maður ekkert að hanga með þeim neitt á daginn ...eða yfir kvöldmatnum.. og ég verð nú bara að segja þér það hérna opinberlega að það er pínulítið skrítið að vera svona aleinn í útlöndum.. Sem betur fer líkar mér alveg ágætlega við sjálfa mig en maður getur ekki alveg deilt tilfinningum sínum þegar maður upplifir eitthvað stórkostlegt! fólkið sem býr hérna er orðið alveg vant öllu þessu fallega sem ég sé.. hehemm..

Gott að þú ert komin með bíl imba mín... og Hildur þú þarft bara að bíða aaaðeins lengur! Föstudagurinn er alveg að koma ;) hlakka til að sjá ykkur elskurnar :)

Ekkjá morgun, heldur hinn!!! ;oD

múss knúss sjúss


komin til Ütrecht

Ég ákvað bara að taka daginn í dag rólega og eyða honum með sætu mömmunum mínum (Evu og Guðrúnu með litlu börnin sín). Bjó til jarðaberjasalat í hádegismat ogsvo röltum við aðeins í bæinn.. Fórum á æðislegt kaffihús sem var rosalega fínu kaffi (maður gat meiraðsegja valið baunirnar sem þeir nouðu í espresso-inn) og ég fékk Holllands besta brauð (skv. skiltinu) með reyktum laxi og salati.. og stelpurnar fengu sér kaffi og nammigóða eplaköku.

Við tókum smá rölt í gegn um miðbæinn og stelpurnar sýndu mér allar flottustu búðirnar og svo var kominn tími til að fara heim.. pakka niður og drífa sig til Utrecht..

Það ferðalag tók aðeins lengri tíma en ég ætlaði mér..
Ég byrjaði á að taka lest frá Haag til Utrecht Central station sem var auðvitað ekkert mál.. en þegar ég var komin uppí taxann þá misskildu leigubílstjórarnir eitthvað heimilisfangið og keyrðu mig í hinn hluta bæjarins.. það er víst bæði til F.H. Trompstraat og M.H. Trompstraat og þeir rugluðu því víst eitthvað aðeins saman! Ég varð nú hálf stressuð því samkvæmt upplýsingum á heimasíðunni þá stóð að væri bara ca 20 mínútna labb að bed and breakfast-inu frá central station en þeir voru búnir að keyra með mig í rúmar 20 mínútur og ég var farin að hafa áhyggjur af því að netið hefði gefið mér svona svakalega rangar upplýsingar.. Hefði ekki verið sniðugt að þurfa að taka taxa í skólann tvo morgna í röð!!! úff.. smá stress!! Þeir föttuðu þetta nú samt sem betur fer og athuguðu betur kortið sitt og ég var nú allavega mjög ánægð með að þeir hefðu ekki bara skilið mig eftir þarna fyrir utan eitthvað hús í úthverfi Utrecht með allan farangurinn!! Hahaha... þeir skutluðu mér auðvitað upp að dyrum, báru töskuna og allt og létu mig svo bara borga startgjaldið á leigubílnum :) greyin skömmuðust sín alveg í kleinu!!

(og já þegar ég tala um "leigubílstjórana" þá voru þeir í alvörunni tveir!!! annar var í þjálfun.. svo var líka playstationtalva í bílnum.. aldrei séð það áður í leigumbíl..)

Ég er rosalega ánægð með gistiplássið.. Það býr hérna fjölskylda á efri hæðinni sem sjá um gistiheimilið og hérna er bara eitt einasta herbergi svo ég er eini gesturinn þeirra!! Húsið er hannað af einhverjum amsterdömskum arkítekt og er eitthvað monument.. fékk alveg að heyra það þrisvar.. Bæði í gegn um síma og e-mail og aftur núna þegar ég var mætt!! This is a monumental place.. the house is monumental.. It is monumental you know!! Þannig að það fór nú ekkert á milli mála!! Enn allavega þá fæ ég alveg stúdíóíbúð fyrir mig með sjónvarpi og neti og satellite-tv, nýkreistan appelsínusafa í fyrramálið með morgunmatnum, aðstöðu til að elda og þvo þvott og get alltaf mallað mér te eða kaffi hvenær sem ég vil! Kallinn hann sem var ósköp elskulegur, heitir Jan Smits, hann tók á móti mér og þegar ég sagði honum að ég væri að sækja um í tónlistarháskólann þá sagði hann mér að 13 ára sonur hans spilaði á rafmagnsgítar og væri bara ansi flinkur.. dýrkaði Clapton og allt! Kannski ég taki bara lagið með honum á morgun ;) hahaha..

En já.. ég er alveg að deyjja úr hungri og er að hugsa um að fá mér bara koffínlaust kaffi og kex sem er frammi og afganginn af snickersinu mínu.. því ég nenni enganveginn út úr húsi í kvöld!! Ætla bara að koma mér fyrir á sófanum með gerfihnattadisknum og tölvunni minni.. kannski maður hitti einhvern skemmtilegan á msn??? Hver veit ;)

Takk fyrir stuðningin elsku mamma og Hildur ;) *knúúúús*

hahaha... þegar ég er að skrifa þetta þá hringir Auður í mig.. hélt bara að ég væri komin heim á frón! ;) Það er víst verið að skipuleggja hópferð með stelpunum á sex&theCity! Ég er reyndar búin að sjá hana.. Fór með Tinnu sætu og Dúnunni minni í boði baðhússins á sérstaka forsýningu.. þar sem voru eingöngu konur! Það var ÆÐISLEGT og er sko alveg til í að sjá hana aftur..
Enda var líka alveg ótrúlega rómantískt móment fyrir myndina. Auglýsingar á skjánum og allt í einu stendur MARIJANA
VILTU
GIFTAST
MÉR
stórum BLEIKUM stöfum á svörtum skjá.. Þá var einn bara kominn á hnén með hring í boxi!! Svarið var JÁ og því fylgdi langur koss og ég er viss um að ekki hafi verið nokkur kona í salnum sem ekki táraðist!! og já.. þegar ég sagði að það hefðu bara verið konur.. þá var ég nú ekki að segja alveg satt! Gæinn fékk að vera myndina og leiða verðandi konuna sína!! Enda frekar skemmtilegar aðstæður!!

æðislega amerískt og frábært :)

Svo langaði mig bara aðeins að stinga þessari stjörnuspá með.. mér finnst hún tala eitthvað svo mikið til mín ;)
Don't compromise with your artistic vision -- or any other manifestation of your uniqueness. Things are going your way! You need to stand up to anyone who feels that theirs is better.


meira frá Holllandi :)

Jæjja... þá er maður einu inntökuprófi ríkari!! :)

Mér fannst þau reyndar óþarflega leiðinleg við mig.. gátu varla boðið góðan daginn vegna þess að þetta var greinilega allt svo alvarlegt.. svona frekar þvingandi andrúmsloft! Alltaf erfitt að standa sig vel þegar fólk tekur manni ekki vel.. en jæjja það er nú bara þannig!! Mér fannst ég samt standa mig alveg ágætlega og stelpurnar sem voru frammi sögðu ofsalega fallega hluti við mig eftir á og urðu alveg brjál þegar ég fékk niðurstöðurnar.. hehe þær voru algjör æði! :)
Það voru um 10 manns á undan mér og bara ein af þeim sem komst inn.. Sú stelpa var frá Slóveníu og var að sækja um bachelor. Það veitti mér smá innri styrk að ég var ekki sú eina og þegar kontratenórnum frá Portúgal sem var aðeins á undan mé var líka hafnað!! fór mig nú svona aðeins að gruna að kröfurnar væru meiri en ég hafði haldið. Ég var alveg 100% viss um að hann kæmist inn.. hafði aðeins njósnað um hann æfa sig og svo heyrðum við líka fram og virtist sem hann væri bara að standa sig rosalega vel. Hmm... við hittumst líklega aftur í Ütrecht! En það voru nokkrir þarna sem eru að sækja um í alveg 6-7 borgum í Holllandi. Flestir Holllendingar en líka einn strákur sem heitir Johannes, frá Þýskalandi, Angelo frá Portúgal og slóvenska stelpan sem komst inn.. :)

Ég komst semsagt ekki inn í master-inn.. en þeim fannst röddin mín ekki nógu þroskuð fyrir það og ég afþakkaði pent að fá að fara í bachelorinn aftur..
En hver veit kannski maður segi já ef maður fær svipað tilboð í næsta skóla enda búið að mæla rosalega vel með einum kennara þar sem ég sótti um að fara til!! :)

Eva og Guðrún voru líka rosalega góðar við mig þegar ég var búin.. knúsuðu mig og Guðrún bauð mér í súrínamskan take away með litlu fjölskyldunni sinni :) við stelpurnar kíktum síðan aðeins á kaffihús eftirá., rosa kósý, fengum okkur einn öllara og prosecco (hugsaði til þín mamma mín;)).

Eva er í hjólatúr með Sunnu litlu.. Veðrið er frekar næs hérna.. og ég er að hugsa um að gera jarðaberjasalat fyrir okkur áður en þær koma heim.
Seinni partinn fer ég svo til Ütrecht með rútu og þar ætla ég að gista á litlu Bed and Breakfast næstu 3 næturnar.. :)

knús og kossar ;)


útlandablogg :)

Jæjja.. Þá er maður bara staddur í Holllandi í litlu skemmtilegu hverfi bara rétt hjá miðbænum. CA 20-25mín rölt, en hér eru líka svona traam (eða strætó sem hangir á sreng.. hehe.. mn nú ekki hvað það heitir á íslensku, enda engin svona heima á fróni). Ferðalagið gekk bara mjög vel með smá svona aukaflækjum eins og venjulega gerist nú þar sem maður þekkir ekkert til. 'Eg lenti á Schiphol flugvelli í Amsterdam og tók lest til Den Hague. Ákvað að vera ekkert að stoppa í höfuðborginni enda ekkert að leita mér að hasskökum í þessari ferð :oP

Dröslaðist semsagt með ferðatöskuna og jakkann og liðartöskuna og vatnsflöskuna og fríhafnarpokann minn gegn um lestarstöðina og átti nú ekki í vandræðum með að finna platformið nema þegar ég var komin upp í lestina þá kost ég að því að elskulegi lestarmiðasalinn hafði bent mér á vitlaust platform og ég var á leiðinni á Haag Holland Station en ekki á Haag central station. Ég hafði nú ekki miklar áhyggjur af því vegna þess að ég var búin að vera í sambandi við Guðrúnu Hrund (dóttir Harðar sem er vniur með pabba míns) og hún sagði mér að ég gæti farið út á bápum stöðvunum.  Ég hafði hinsvegar ætlað mér á central station því skólinn sem ég ætla að sækja um er þar rétt hjá svo ég hafði hugsað mér að kíkja aðeins við! En jæjja.. nægur tími til þess á morgun hugsaði ég bara með mér og dembdi mér með töskuna í eftirdragi og allt hafurtaskið á öxlinni í áttina sem benti að tourist information. Hélt nú að það gæti ekki verið langt. Gangan tók mig FJÖRUTÍUOGFIMM mínútur og þar sem það var sunnudagur þá var allt HARÐlæst og lokað! Jámm.. best að labba til baka.. Þarna (s.s. 90 mínútum seinna) var ég orðin svolítið þreytt og ákvað að finna mér bara leigubíl.. enda var ég ekki alveg viss hvernig strætóinn virkaði og engir bæklingar neinsstaðar.. nema kannski á tourist information. En þangað ætlaði ég nú ekki aftur í bráð.

Ég hoppaði semsagt uppí næsta taxa. Leigubílstjórinn var frá Suran eða eitthvað svoleiðis og var ofboðslega almennilegur :) Spilaði fyrir mig einhverja brjálað hressandi tónlist en ætlaði svo aldrei að finna húsið hennar Guðrúnar. Endaði með að við þurftum að hringja í hana og fá hana út  á götu. " Halló, þetta er Ramón, ég er með stúlku hérna handa þér.." (á holllensku) "HA.." Guðrún stóð alveg á gati.. enda komst ég síðan að því að nágranni hennar heitir líka Ramón svo það er ekki skrítið að hún hafi verið hissuð :)

Hún tók semsagt á móti mér með Áróru dóttur sinni og bauð mér í nýbakaði jammilaðaða súkkulaðiköku og kaffisopa. Strákarnir hennar voru svo heima, Gunnar maðurinn hennar, var uppi að semja og litla krílið hennar hann var nývaknaður og hinn hressasti. Lagðist bara á gólfið og flatmagaði á meðan við hámuðum í okkur kökuna. Þau buðu mér síðan í mat á einn uppáhalds veitingastaðinn sinn. En hann er mjög frjálslegur, barnavænn og ökólógískur. Algjört æði!! Fengum frábæran mat og ég smakkaði ökólógiskan, holllenskan bjór á krana og fékk mér linsubaunakarrý. Nammi namm.. Rosa gott og rosa gaman.

Næst röltum við aðeins heim til þeirra.. Áróra litla orðin soldið þreytt, enda klukkan orðin átta hátta (eins og Guðrún sagði við hana) og síðan fórum við bara beint til Evu Daggar, Denis og Sunnu litlu sem er 1 árs, spjölluðu aðeins og fórum svo a lúlla.. og hér hjá þessu yndislega sæta og skemmtilega fólki ætla ég semsagt að fá vera næstu 2 nætur. 

Í morgun fór ég svo og leitaði að skólanum. Það var ekkert mál að finna hann en svo ruglaðist ég aðeins á leiðinni heim og tók lengri leiðina til baka.. rataði samt alveg á endanum .. kíkti við í supermarked og keypti salat með matnum í kvöld og smá brauð og súkkulaði mús handa mér til að kjammsa eftir bæjarferðina:) 

Mér líst bara mjög vel á skólann og allir tóku mér ofsalega vel. Reyndar gat ég ekki fengið herbergi til að æfa mig fyrr en um kvöldið en gæinn í reception var ekkert smá almennilegur og bauð mér bara að rölta um og skoða eins og ég vildi :) 

jæjja.. ég ætla aðeins að fá mér að læra smá hljómfræði og svo ætlum við að elda eitthvað saman í kvöld.

Knúsí :oD 


what the flokk

Haldiði ekki bara að maður sé að fara til HOLLLANDS á morgun!!! ;)
Jebb it's true.. Litla stelpan ég er loksins orðin stór og ætlar að reyna að komast inn í skóla í útlöndum...
Jebb spennandi :oD

SUNGIÐ :)

Oh what a beautiful weather.. of what a beautiful day ;)
I've got a beautiful feeling everything's going to be awesome!!! :oD

Fyndið

..að daginn eftir að við komumst að því að við vorum komin áfram í eurovision eftir undankeppnina þá var strax komin tilkynning á mbl um að lagið "This is YOUR life" væri komið áfram í keppninni!!Hahahaha...

Smurfs_Color_Pictures_Laughing_Smurf

 


This is my life!!

Djöfull er ég stolt af frammistöðu okkar íslendinga í undankeppninni í kvöld!!
Verð bara að segja alveg eins og er að ég var alls alls alls ekki ánægð með lagið til að byrja með.. en þó söngurinn hafi ekki verið fullkominn svona under pressure (sem er mjög skiljanlegt!!!) þá fannst mér þetta bara vera drulluflott hjá þeim ;)
Til hamingju Ísland!!

hmmm....

skrítið

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sólbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sólbjörg Björnsdóttir
Sólbjörg Björnsdóttir
Veit að gott er að eiga góðan lager :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gunnar sýnir taktana
  • Danny trompetstrákur spilar ping pong við Melanie
  • Danny hélt netinu
  • Sefán og Hannah buðu okkur í belgíska kjötkássu sem var svaka fín. Matarboðið endaði svo með borðtennismóti..
  • Rigningarblaut..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband