Færsluflokkur: Bloggar

nafli er gat fyrir alheimsvanda úti sem og Gabríel.. :)

mig langar að benda öllum lesendum þessa bloggs á það að Gunni vinur minn er ótrúlega fyndinn og skemmtilegur :)

Þeir sem hafa áhuga á að kíkja á nokkrar skemmtilegar myndir og lesa hressandi fréttir frá Hollandinu góðar er bennt á að skoða bloggið hennar sætustu sætu Þórunnar Völu sem var sprengidugleg að blogga og smellti inn íslendinga-matarboðum liðinnar helgar! Þá langar mig sérstaklega að benda á 2 síðustu blogg hennar:)

http://thorunnvala.blog.is/

ætla að koma mér í kúrið!! Miss you all so very much :*

*knús*

 


Speki dagsins :)

Giftu þig ekki til fjár. Það er ódýrara að taka bankalán.


Fantagott

Helgin er búin að vera yndisleg.. Matarboð og little women hjá Lilju og Þórunni á föstudagskvöldið og svo íslendingaboð á laugardagskvöldið með í sömu húsum með Heiðrunu, Elmari, Stefáni, Þórunni og Lilju. Alveg hreint frábært kvöld!! Er því miður ekki búin að læra nánast næstumþví jafn mikið og ég ætlaði mér, en ég hef sem betur fer tíma á morgun :)

 Fengum dótið okkar á föstudaginn og erum þvílíkt haminjgusöm :) ég get aftur gert almennilegt kaffi, sett á mig body lotion og sofið í náttbuxunum sem amma gaf mér einusinni í jólagjöf.. 

Já þetta er lúxuslíf!

anyways, lítið að frétta í bili

kossar og knús


Rai Uno :-P

Er að horfa á ítalskt sjónvarp.. Fórum út að borða með Halla, Heiðrúnu og Lilju sem var ótrúlega skemmtilegt, ég var reyndar ekkert mjög svöng en fékk mér guacamole-fyllta tómata sem voru algjört nammi!! Vorum semsagt að koma heim og erum lögst upp í sófa fyrir framan sjónvarpið... ótrúlega þreytt eftir daginn!! Það var brjálaður hiti í dag og ég hjólaði á hlírabolnum í skólann en var samt alveg að stikna í söngtíma og ætlaði aldrei að jafna mig..

Er búin að kaupa mér hollenskar brandarabækur og orðabók til að byrja að læra málið.. En við fáum því miður ekki námskeið fyrr en í NÓVEMBER, og það er að segja EF við komumt að því þar er bara ákveðinn fjöldi af nemendum sem geta verið með.. urrg!! Mjög sérstakt viðmót hjá fólki þegar maður talar um að læra hollenskuna..
"Why would you wanna learn dutch??" "Everyone speaks English here so you don't have to do it!!"
Komm on people.. Það er allt allt allt önnur upplifun að vera í landi þar sem maður talar málið en að vera bara eitthvað enskumælandi skilja bara 50% af því sem er í gangi með hollendingunum..anywho.. þá ætla eg sko að gera eitthvað í mínum málum!!

 Ég datt í fyrsta skipti á hjólinu mínu gær.. var að hjóla á eftir Stefáni á leið í bíó með Halla, Heiðrúnu, Lilju og Þórunni þegar ég fór allt í einu að flækja framdekkið mitt í hjólatöskunni hans... og allt í einu var það bara orðiðþannig að ég gat valið um það hvort ég myndi detta til hægri (út á götu) eða til vinstri á svona tíglagirðingu, eins og er alltaf í bíómyndunum með vír yfir og þjófarnir reyna alltaf að klifra yfir rétt áður en löggan nær þeim, nema það sé aðalhetjan, þá stekkur hún auðvitað alltaf yfir hana eins og ekkert sé..
Ég valdi semsagt girðingun, flaug upp í loftið og hjólið á hliðina og lenti bósktaflega standandi/hangandi í girðingunni.. Já svona er maður svalur!! Hefði gjarnan vilja eiga þetta á vídjó, ábyggilega frekar fyndið.
Meiddi mig næstum ekker, smá skrámur á sköflunginn og núna snýr bjallan á stýrinu hjá mér öfugt.

Önnur hjólasaga gærkvöldsins er þannig að við kíktum aðeins til Halla, Heiðrúnar og Callas eftir bíóið og sátum á spjalli fram eftir kvöldi en þegar við komum út þá hafði Stefán verið með svona áfastan lás á hjólinu sínu (við afturdekkið) svona eins og pinni sem er stungið gegn um rimlana og ekki hægt að taka af. Nema Stefán hafði aldrei náð lyklunum úr sem fylgdu með, heldur keypti hann sér bara nýjan lás. Allaveg þá hafði einhverjum fundist þetta eitthvað rosa fyndið í gærkvöldi og ákveðið að læsa hjólinu og taka lyklana!! Töff!
Stefán þurfti semsagt að reiða mig heim á litla hjólinu mínu (sem telst víst barnahjól í Hollandi) og skilja hjólið sitt eftir.. Vá hvað þetta var pirrandi.. Sem betur fer gat hann bara farið með hjólið á verkstæði og látið saga lásinn af svo hjólið er allavega ekki fast í miðbænum!! Fólk hefur mjög skrítinn húmor gagnvart hjólum hérna. :-P

Annars er ég að hugsa um að koma mér í háttinn! Kóræfing kl 10 í fyrramálið og svo hóptími með öllum hinum söngnemendunum beint á eftir.

Á morgun fáum við líka dótið okkar loksins frá Íslandi :-D

sorry mamma, er ekki komin með númer ennþá en þú verður sú FYRSTA til að fá það sent..  Love you

 Góða nóttina allesammen


Holland er skrítið land!!

Þegar maður hugsar um Holland eru aðallega tvær sterkar ímyndir sem teygjast á

1. vindmyllurnar,  túlipanarnir, kýrnar og fallegu mjaltastúlkurnar
2. amsterdam, strippbúllur, klám og hasskökur

 spes

við fórum semsagt í hollenska kúltúrkynningu í gær sem var mjög áhugaver.. rosa klár og skemmtileg kona sem var með fyrirlesturinn og sagði okkur m.a. frá því að jólasveinninn í Hollandi kemur á gufuskipi frá SPÁNI og er með fullt af svörtum hjálparmönnum/drengjum. Soldið ólíkt norðurpólnum eins og í flestum löndum, eða stundum er hann líka víst frá Finnlandi.. en það sem fyndnara er er að það er ekki bara þannig að óþægu börnin fá ekki gjafir heldur líka þannig að ef þau eru alveg sérstaklega óþekk þá tekur sveinki þau með á gufuskipinu til Spánar... Þannig að öll hollensk börn eru skíthrædd við það að vera brottnumin af sveinka í hitann!!!

DSC00517

 Þetta fannst mér mjög fyndið sérstaklega í ljósi þess að ef íslenskum börnum hefði verið hótað þessum örlögum hérna í denn þá hefðu þau ábyggilega fundið sér eitthvað til að óþekktast svo þau FENGJU að fljóta með :-D

 


sniðugt

við stefán buðum tveimur amerískum trompetstelpum í mat í kvöld og við sátum aðeins og spjölluðum við þær eftir matinn og drukkum kaffi og beilís.. jæjja allavega eftir að þær fóru þá er ég ekki búin að geta sofnað vegna kaffisins og er búin að vera að tala við fólk á msn.. Það er nú einusinni föstudagskvöld þannig að stór hluti þessa fólks er aðeins í glasi og komið á mikið trúnó!!

Verð að gera þetta oftar :)


Skolablogg

Hae Ho!! :)
Sorry hvad eg er buin ad vera odugleg ad blogga er su ad eg er ekki enn komin med internet i nyja husid mitt!! Sem betur fer by eg med edal tolvunordi svo thetta a vonandi eftir ad leysast von bradar :)
Skolinn er frabaer og tad er rosalega gaman ad vera nyr fra framandi landi.. Folk er lika ekki jafn stressad og a islandi. Kannski er tad bara svona nuna fyrstu vikuna en tad virdast allir hafa tima til ad spjalla og kikja a kaffihus :)
Eg elska lika ad vera hjolandi!! Madur tarf aldrei ad hafa ahyggjur af ad finna staedi eda taka bensin..
Yndislegt lif!
En thetta a allt eftir ad koma betur i ljos tegar skolinn er almennilega byrjadur og svona..

Annars er allt gott ad fretta af okkur. Jahh nema aumingja Thorunn er med gubbupest og kom hvorki i skolann i gaer eda i dag.. Eg vona ad henni batni fljotlega :)

Thetta verdur bara stutt i bili.. Er buin ad panta mer stofu til ad aefa mig og svo fer eg i tima i Gregorian chanting!! gaman gaman :)


heyjja Holland!

Jæjja... Nokkrir dagar liðnir frá síðasta bloggi. Enda búið að vera brjálað að gera! Kynningardagarnir í skólanum voru sko ekkert grín. Þetta voru 3 dagar og við byrjuðum kl 10 alla morgna og vorum fram til milli 2-3 um nóttina!! Rosalega skemmtilegt! Í byrjun var okkur öllum troðið inn í einn stóran sal þar sem við vorum látin læra nokkur kórlög til að flytja á opnunarhatíðinni í gær, æfingin fannst mér taka heldur langan tíma, en það er kannski ekki að marka svona kórvana manneskju eins og mig! Hefði þurft að renna yfir þetta kannski einusinni með mótettunni og svo hefði það bara verið flutt, ekkert ves.. korters æfing fyrir 3x lög sem tók hátt í 2 tíma þarna.. en já, lét mig nú svosem bara hafa það!! Síðan var okkur skipt í 8 hópa og við fórum í ratleik um bæinn. Þar sem höfðu falið sig trúðauppáklæddir einstaklingar úr nemendaráðinu. Þeir voru semsagt staddir í öllum þeim byggingum sem maður þyrfti helst að notast við yfir veturinn eins og t.d. student centre (sem er fyrir alla háskólana), bókasafnið ofl. svona saði. Við þurftum síðan að svara fullt af spurningum og vinningsliðið (liðið hans stefáns) fékk barbídúkku að launum. Gaman gaman.Síðan var farið út að borða og að lokum voru okkur sýndir skemmtilegustu underground jazz-klúbbarnir í bænum og einn stór skemmtistaður, sem reyndar var einusinni kirkja, þar sem Stefán missti sig gjörsamlega því á staðnum eru ekki seldar nema 39 tegundir af bjór.. :) hehe..

daginn eftir fórum við svo í siglingu um síkin, svo var gengið upp í háa turninn á dómkirkjunni (ekki nema rúmlega 400 tröppur í 92 metra hæð) og við fengum að vita alla söguna um hann og kirkjuna. Þá var kynning á skólanum og tónlistarspurningakeppni, sem við Stefán reyndar misstum af því við þurftum að fara og skrifa undir allskonar pappíra hjá leigusalanum okkar í nýju íbúðinni sem við fáum á mánudaginn (sem mér líst bara mjög vel á btw.)... en mitt lið vann svo ég var mjög sátt :)Síðan var kvöldmatur og cirkus-þema partý í skólanum.. og var þemað tekið mjög alvarlega.. ótrúlega skemmtilegt. og við Stefán enduðum syngjandi íslenska drykkjusöngva úti á götu með hollendingunum! Gaman að því :)

IMG_1252

Í kring um hús stelpnanna er þetta síki og hér má sjá litlar endur á sundi.

Mig langar aðeins að segja ykkur frá þessum öndum.

Ofboðslega sætar og yndælar á daginn en á nóttunni gefa þær frá sér einstaka hljóð sem er ekki alveg jafn yndælt! Meira eins og Krúnk heldur en Bra.. Eða jafnvel bara samblanda af þessu tvennu eða Krúnkbra!! 

Ekki gott að sofa við svoleiðis.. Við höfum því gefið öndunum nafnið Hggrendur (sagt með hollenskum hreim) og erum við Stefán fegin að flytja frá þeim í hinn enda bæjarins á mánudaginn! 

Annars er veðrið æðislegt í dag. Það er ekkert búið að vera neitt sérstakt, alltaf hlýtt en núna skýn sólin :) 

ætla að enda á responsi :) 

Erna; Takk elskan.. Frétti að stundin eftir að ég fór hefði verið heldur dramatísk:p Er líka farin að hlakka rosalega mikið til um jólin :) sendi númerið um leið og ég fæ það. Er bara með mitt íslenska þangað til ég fæ kort hjá bankanum. Það tekur allt nokkra daga hérna :p

Gunni minn; ég er ekki komin með inniskó!! :( þetta er vandræðalegt ástand!!

Mamma mín: þú færð privat mail eftir smá stund :*

Sigrún: takk fyrir msg-ið verum í bandi á netinu! Vona að þú hafir skemmt þér í útlandinu!

Tinna: úúúú.. Tilviljun!! Nei ég held ekki :oD Vona að þú hafir það líka gott.. ætla líka að fylgjast með þér.. MúhahahahaHAAA :oD 

ástarkveðjur Sunny Bee


engir inniskór

jæjja.. síminn kominn í lag :) og ég er aftur orðin hamingjusöm ung stúlka..

Takk fyrir andlegan support gunni minnog EVA mín.. ég var einmitt að hugsa um þig í dag!! :oD Ég fæ íbúðina mína 1. sept og vil sko fá þig í heimsókn um leið og þú kemst ;)

IMG_1246

Hérna erum við saman fyrir utan skólann okkar, Stefán er þessi myndarlegi með tunguna út úr sér.. Þórunn sæta er í græna kjólnum, ég þarna þessi hávaxna í miðjunni og Lilja beauty á endanum með túristabakpokann!!

 Jebb that's us!! Team Utrecht ;)

..Fengum bankareikning í dag og Halli og Heiðrún sem eru líka að læra söng hér í borg komu í mat til okkar (heim til Lilju og Þórunnar).. rosalega skemmtilegt að kynnast fleira fólki..ætla bara að hafa þetta stutt, er orðin sybbin og kalt á tásunum.

 

knúúús


úff..

jæjja... yndislegt að vera í hollandi!! Ætlaði samt að fá mér nýtt hollenskt símanúmer.. en gleymdi að taka með mér passann minn þannig að það var ekki hægt :P
ekkert mál.. NEMA ég ætlaði að svissa yfir í Símann áður en ég flutti út því ég týmdi ekki að borga rúml. 1000 kr. á mánuði bara til að halda símanúmerinu mínu hjá sko/tal. en já jó hó vó!! þetta voru víst löngu úreltar reglur og ofboðslega yndislegaur tal-drengur hringdi í mig og spurði hvort ég vildi ekki vera bara áfram hjá þeim. hann myndi bara afturkalla beiðnina mína og ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur.
Ég sagði bara já, enda hefði ég verið ofboðslega ánægð hjá þeim alltaf! :)

allavega þá köttaði síminn á mig í dag og tal var ekki búinn að tengja mig aftur því greinilega tekur þetta alltsaman nokkra daga og á 30 ára afmælisdaginn hans Ragga var ég símalaus!!

FRÁBÆRT :OP

vona að síminn minn komist í lag á morgun og að ég sé ekki búin að tapa öllum sms-unum sem ég fékk í dag:oP

á morgun ætlum við að fara og fá bankareikning og ný símanúmer á línuna.. smelli því hérna inn fyrir ykkur sem hafið áhuga á að hugsanlega mögulega kannski hafa samband við mig símleiðis í vetur ;)

í von um að hann friðrik minn hjá tal fixi númerið mitt í síðasta lagi í nótt..

kossar í bili!!
Sunny Bee


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sólbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sólbjörg Björnsdóttir
Sólbjörg Björnsdóttir
Veit að gott er að eiga góðan lager :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gunnar sýnir taktana
  • Danny trompetstrákur spilar ping pong við Melanie
  • Danny hélt netinu
  • Sefán og Hannah buðu okkur í belgíska kjötkássu sem var svaka fín. Matarboðið endaði svo með borðtennismóti..
  • Rigningarblaut..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband