Færsluflokkur: Bloggar

Lífið er ballaða..!

Mér var greinilega ætlað að vera innandyra í dag!

Tók morguninn rólega og við Stefán og Gunni sváfum til hádegis.. Veðrið var yndislegt og eftir að við elduðum okkur egg og bacon-brunch skrapp ég í skólann að hita mig upp áður en ég fór í söngtíma!

Ég skokkaði út og ætlaði að sækja hjólið mitt.... en þá var SPRUNGIÐ afturdekkið afþví að ég var svo sniðug að reiða 85 kg Gunnar Inga heim af lestarstöðinni í gærkvöldi!!
Ég rændi því hjólinu hans Stefáns en á leiðinni í skólann byrjaði síðan að HELLIRIGNA (N.B. það var "YNDISLEG veður" allan morguninn og ekki ský á himni þegar ég settist upp á hjólið!!!). Ég varð því RENNANDI blaut.. alveg inn að beini og þurfti að standa undir handþurrkunni inni á skólaklósettinu í korter svo ég myndi ekki verða lasin á staðnum.. Náði því lítið sem ekkert að hita mig upp fyrir tímann (raddlega, meina ég, því auðvitað var ég ekki lengur frosin á lærunum eftir þurrkunina) og var þá orðin svöng eftir alltsaman.. Ég hámaði í mig twix á no time og keypti mér te í mötuneitinu til að hafa orku til að koma upp hljóði í tímanum!!

Sem betur fer gekk söngtíminn mjög vel, en þegar ég kom heim aftur var ég alveg gjörsamlega búin í fótunum því ég gat ekki lækkað sætið á hjólinu hans Stefáns og því hafa fæturnir á mér lengst nú um 15 sentimetra hvor!!

Í kvöld ætlum við að panta okkur mat og horfa á vídjó.. Gunni ætlar að klára að hlaða batterýin áður en hann þarf að mæta í skólann á mánudag!! Það er búið að vera yndislegt að hafa góðan vin hjá sér í viku!
Eru ekki fleiri sem vilja taka hann sér til fyrirmyndar *blikk*

Ástarkveðjur, Sóle mío


Holland/Ísland :)

Hér koma nokkrar myndir af leiknum á laugardaginn!! Æðisleg stemming þarna :-D

img_0836

 

 

 

 

 

 

 

 

1. Við Palli, frændi Þórunnar sætu í góðum fýling með fótboltatreflana okkar!!  

img_0837

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

2. Þórunn sæta brosti sínu blíðasta 

img_0934

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

3. Og var ofsalega ánægð með að hafa þennan rass í návígi í fyrri hálfleik :)

img_0850

 

 

 

 

 

 

 

 

  

 

 4. Gunni var soldið þreyttur eftir flugið en lét það ekki á sig fá og skemmti sér vel með okkur :)

 

img_0922
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 5. Spennan í hámarki!!

img_0868

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 6. Halli og Heiðrún ekki alveg sátt við tapið.. urrr...

 

img_0946

 

 

 

 

 

 

 

 

7. BFF!! Gunni þreytti og Sóla svala.. við létum ekki tapið á okkur fá og brostum bara framan í heiminn!! :)

 

img_0859

 

 

 

 

 

 

 

 

8. Baráttuandinn 

img_0841

 

 

 

 

 

 

 

 

9. SKÁL!! ÁFRAM ÍSLAND!!!!! :)

img_0852

 

 

 

 

 

 

 

 

10. Og að lokum! Klárlega mynd kvöldsins!! Stefán Sigurjónsson sýnir hversu mikið honum þykir vænt um bjórinn sinn!!  

Það fór ekki dropi til spillis :-D  

  Kær kveðja frá Hollandi.. ÁFRAM ÍSLAND!!

BEST

Í 

HEIMI!!!!!!!!!!!!!!!! :-D


lights are blinding my eyes..

það er gott að fá vini sína í heimsókn! Gunni minn kom í fyrradag og við erum búin að eiga yndislegar stundir saman.. Hann lenti á laugardaginn kl 1 í Amsterdam og var kominn til Utrecht um 3 leitið. Eftir það var Stefán svo elskulegur að hjóla með töskuna hans heim á Albertsgötuna og við skruppum á MacDonalds á meðan. Næst var leiðinni haldið til Rotterdam þar sem við fórum á landsleikinn Holland/ísland, þar sem íslendingar töpuðu með sóma 2-0!Dagurinn var algjörlega æðislegur og eftir leikinn kíktum við í smá pizzupartý til Unnsteins og Ingu í Rotterdam og gistum þar um nóttina ásamt Stefáni roomie. ætla bara að hafa þetta stutt í þetta skiptið! En ég er búin að fá harðfisk, ópalfleig og þrista mér til mikillar ánægju og yndisauka! ætla bara að smella inn nokkrum myndum inn fyrir ykkur á morgun og benda enn og aftur á bloggið hennar Þórunnar fyrir þá sem vilja ferðasöguna.. http://thorunnvala.blog.is/

 ástarkveðjur heim á klaka 


betra en allt!!

Það eru stórmerkilegir hlutir að gerast heima á landi ísa á meðan ég er stödd í útlöndum!! Check THIS out :-D

 

 

Hamingjupilla

Ég er svo hamingjusöm!! Ég var reyndar mjög þreytt þegar ég vaknaði og það var skítakuldi í herberginu!! En ég var fljót að hoppa í ullarsokkana hennar ömmu og það lagaðist fljótt.. en vegna fingurkulda þá gekk mér alls ekki vel í píanótíma..!! Eftir tímann þá fór ég aðeins að gaula og síðan beint í jazzsögu. Tíminn var æðislegur, við horfðum bara á tónleika og töluðum um John Scofield! Ég fór síðan í smá nemendafræðslu og svo í meðleikstíma og æfði dúett með hollenskri vinkonu minni sem heitir Margje og það gekk bara ótrúlega vel:)
þá var ég strax komin í hamingjugírinn!! Frétti þá að krónan væri orðin föst í 130 kr. og það gladdi mig líka mjög!
Eftir tímann fór ég og drakk te með annari hollenskri vinkonu (Chönnu) og svo í poppsögu!
Kom í ljós að meiri hlutinn af bekknum hafði fallið í jazzsöguprófinu og tekið upptökupróf sem flestir náðu svo við fórum á pöbb og skáluðum fyrir frammistöðunni

 Jæjja.. dagurinn búinn að vera frekar góður og ég orðin mjög glöð :) Þá hringir síminn minn!! og var það ekki elsku besta amma mín.. við spjölluðum smástund um hvernig gengi og ræddum auðvitað aðeins íslenska efnahagslífið og mér leið svo vel á eftir að ég hélt að dagurinn bara gæti ekki orðið betri!! eeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeen jú!! ég hjólaði heim í yndislegu haustregninu með Stebba roomie og þegar ég var komin heim hringir þá ekki síminn AFTUR og í þetta skiptið var það pabbi minn :) ooooooooooooog já! Ég fæ nýja tölvu á laugardaginn!! oooooooooooog mamma og pabbi létu flytja allt af gömlu tölvunni yfir á þá nýju svo ég á allt dótið mitt.. ritgerðirnar og myndirnar sem ég átti eftir að setja á harðadiskinn ennþá!! Þetta er fab!

og til að toppa þetta alltsaman þá er ég að bíða eftir að hitta Kollu mína á msn OG elsku Dagur sætasti frændinn minn á afmæli í dag :-D

 Lífið er yndislegt


vit-leysa eða geð-veiki!!

Ég er ótrúlega tilfinninganæm þessa dagana.. og það furðulegasta er að þetta eru ekki allt mínar tilfinningar!! Það er eins og ég taki inn á mig hvernig öllum líður í kringum mig og finnst ég þurfa að leysa öll heimsins vandamál!!

Þarf andlega á því að halda að öllum líði vel í kring um mig.. Ég datt meira að segja í það í morgun að skoða stjörnuspár allra þeirra sem ég umgengst og tala sem mest við til að ég myndi vita hvernig ég gæti látið þeim öllum líða vel.. Eftir það fór ég allt í einu að spá hvort það væru fleiri sem gerðu þetta eða hvort ég væri bara alveg að missa vitið. Svo ég ákvað að ræða þetta við ákveðna vinkonu á msn sem sagði mér að ef ég myndi halda svona áfram þá myndi þetta alveg örugglega enda með taugaáfalli! Ekki væri það á mína ábyrgð að láta ÖLLUM líða vel.. Maður hefur víst takmarkaða orku til að bæta og takmarkað vald til að breyta því sem er að gerast í heiminum! Henni fannst ég eiga að hugsa meira um sjálfa mig! Það erfiðasta er að mig langar líka að laga allt og alla heima á Íslandi og næ enganeginn til þeirra.. Er maður ruglaður eða hvað :-P

Mér fannst bara alveg eins og ég væri að tala við mömmu þegar hún sagði þetta. En mamma lætur mig stundum heyra það þegar mér líður svona!


I'm nearly with you...

Elsku pabbi minn átti afmæli í fyrradag og í gær ar litil veisla hjá þeim í Heiðartúni með Lindu systur og öllum krökkunum.. Síminn var búinn að vera eitthvað leiðinlegur við mig svo ég gat ekki hringt heim en þau hringdu í mig úr veislunni og hver annar var í símanum en Dagur litli sæti elsku frændinn minn!! Hann verður 13 ára 7. október og ég sakna hans ótrúlega mikið.. Ég talaði aðeins við hann um fótboltann og tékkaði nú hvort hann saknaði mín ekki örugglega ;) Hann spurði mig m.a. afhverju ég þyrfti að vera að læra í Hollandi og hvort ég gæti ekki bara lært þetta heima á íslandi! Mér fannst það ótrúlega fallegt og fékk nú smá heimþrá.. aðallega samt því mig langaði svo rosalega til að knúsa hann!! Yndislegur drengur þessi frændi minn :) sum ykkar hafa nú hitt hann og vita því um hvað ég er að tala....
Svo tók afmælispabbinn minn við og við töluðum aðeins líka um tölvu og peningamál en það er önnur saga :p en ég var svo hamingjusöm eftir símtalið að ég var alveg að sprynga, svona eins og ég hafi fengið senda orku að heiman...  :)

 Elska ykkur öll :*

annars er þetta arían sem ég er að syngja núna ef einhver hefur áhuga á að kíkj. Mjög flott óperusöng- og leikkonaþarna á ferð :)

 


ÉG er komin með hollenskt símanúmer og nýjan sætan síma

Fór í síðustu viku og ákvað að fá mér hollenskt númer því þetta var orðið ansi dýrt fyrir mig að vera með íslenska símann minn svo nú er hægt að hringja í mig til útlanda;
númerið mitt er: 0031 619 460 974

Það skemmtilegasta fannst mér samt að með því að stofna símreikning hjá ódýrasta símafyritækinu í Utrecht þá fékk ég líka ókeypis síma.. Hann er obboðslega sætur og bleikur samlokusími með myndavél og ég þarf ekki að borga krónu fyrir hann ;)

Finnst ykkur hann ekki kjút ;)

 nokia-7373


Yndislegur heimur

http://www.wherethehellismatt.com/?fbid=BpCIyx

 

PS: ég á bestu mömmu í heiminum ;)


Ást

Ég elska mömmu
Ég elska pabba
Ég elska ömmu og afa
Ég elska Lindu systur og Guðna
Ég elska Kollu, Dag Elí, Loga Stein, Leon Mána, Helga Frey, fjölskylduna hans Guðna, bræður hans pabba og fjölskyldurnar þeirra, systkini hennar mömmu og fjölskyldurnar þeirra
Ég elska Iddu frænku og Guðbrand og öll börnin þeirra og barnabörnin
Ég elska tónlist
Ég elska vini mína!!
Ég elska kaffi á morgnanna
Ég elska Lilju og Þórunni og Stefán fyrir að vera hérna með mér
Ég elska skólafélagana mína

og Brúsk


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sólbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sólbjörg Björnsdóttir
Sólbjörg Björnsdóttir
Veit að gott er að eiga góðan lager :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gunnar sýnir taktana
  • Danny trompetstrákur spilar ping pong við Melanie
  • Danny hélt netinu
  • Sefán og Hannah buðu okkur í belgíska kjötkássu sem var svaka fín. Matarboðið endaði svo með borðtennismóti..
  • Rigningarblaut..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband