Færsluflokkur: Bloggar

bloggidíblogg

Það er heldur betur búið að fjölga á heimilinu..

Ég var nýbúin að finna okkur meðleigjanda þegar ég fæ e-mail frá yndælli stúlku á Akureyri sem var að leita sér að íbúð í Utrecht. Ég bauð henni auðvitað að kúra á sófanum þangað til hún finndi eitthvað annað og það var vika í að nýji meðleigjandinn, Joachim, flytti inn.

Daginn eftir að hún kom kíkir Kolla mín í heimsókn í smá millibilsástandi.. Þannig að á einu bretti vorum við óvart orðin fjögur og núna á laugardaginn flutti nýi meðleigjandinn inn! Og þar með vorum við orðin 5 á heimilinu!! ...sem eru nú smá viðbrigði miðað við það sem búið var að vera hjá okkur Stefáni meðan við vorum bara tvö. En þrátt fyrir það þá fer bara alveg ótrúlega vel um okkur öll hérna, enda íbúðin stór.

Það kom síðan í ljós að Joachim var með allt of mikið dót með sér til að koma fyrir í íbúðinni svo við smelltum því bara inn í geymslu tímabundið og hann ætlar nú bara að vera hjá okkur í 2 vikur á meðan hann finnur sér eitthvað annað. Hann getur þá líka vonandi fengið meira privacy en bara lausan vegg..

Það lítur allt út fyrir að Kolla ætli að vera hjá okkur aðeins lengur en planað var í upphafi og hugsanlega verður hún fram í byrjun desember, Joa verður nú fluttur út fljótlega en vonandi getur Erla tekið hans stað og verið hjá okkur áfram... :)

Annars líður okkur alveg ofboðslega vel öllum! Það er búið að vera nóg að gera í skólanum og við erum búin að hafa 2 matarboð, fyrst með Chönnu, Fanju og Anniku og síðan komu Ivan, Fernando, Jelmer og Hannah í kjúkling og við enduðum öll syngjandi og spilandi fram á nótt! Þetta voru tvö alveg yndisleg kvöld og Erla og Kolla höfðu gaman af að kynnast öllum þessum útlendingum. 

Annars erum við Kolla búnar að vera að skemmta okkur undanfarna daga á youtube, en ég tek alltaf svona tímabil inná milli þar ég fer að grúska eftir einhverju skemmtilegu!! Við vorum semsagt hangandi uppí sófa í gær og fundum þetta myndband af kind sem var ekki alveg eins og kindur eru flestar og reyndar dálítið útskúfuð!! Við vorkenndum henni mikið en ætluðum aldrei að jafna okkur eftir hláturskastið og satt best að segja þá finnst mér þetta alveg jafn fyndið í dag! Mæli með að þið kíkið ;)

 

Ástarkveðjur ;) 


vinkona

Vinátta, kærleikur og jákvæðni eru það mikilvægasta sem við eigum:)Þess vegna langar mig að senda stórt knús til fallegustu og yndislegu Þórunnar minnar.. 

 


Lag gærdagsins!


Víhíhí híhí...

Ást á pöbbnum!!

Hún hitti hann á pöbb eitt kvöld
á country pub í Reykjavík.
Hún starði á hann, mjög ákveðinn,
hann glápti á móti, dauðadrukkinn
Hún kinkaði kolli og blikkaði á hann,
hann var dáleiddur af allan vodkann.

Hann fór til hennar og sagði hvar hann var frá
Hún sagði „Veistu hvað við höfum sameiginlegt:
Því við komum bæði frá Kópavogi.“
Ást á pöbbnum, þau féllust í ást á pöbbnum.

Nú grætur hann - hann átti að kynnast henni fyrst.

Hún eyðir öllu hans fé, hann sparar ekki neitt,
hann vildi kaupa hús, en hann á varla fyrir öl krús.
Til að gera allt verra hann missti vinnuna („þú ert rekinn!“)
í staðinn að vinna hann fór norður með henni.

Hún dró hann til Akureyrar.
Þau dönsuðu línudans fram til klukkan 3, syngjandi:
„Við komum bæði frá Kópavogi.“
Þau sungu: „Við komum bæði frá Kópavogi.“

Ást á pöbbnum, þau féllust í ást á pöbbnum.
Nú grætur hann - hann átti að kynnast henni fyrst.
Hún eyðir öllu hans fé, hann sparar ekki neitt,
hann vildi kaupa hús, en hann á varla fyrir öl krús.

“Við komum bæði frá Kópavogi.“
Þau syngja: „Við komum bæði frá Kópavogi.“
Syngjandi: „Við komum bæði frá Kópavogi.“
Syngjandi: „Við komum bæði frá Kópavogi.“


Take a chance on me

http://www.youtube.com/watch?v=7Jw67mb18zg&feature=related


ALLOHA !!!

Fékk þetta sent frá mömmu í morgun með fyrirsögninni "Endurvinnsla - Endurvinnsla!!" ;)

Smá hagfræði til gamans ...

 

Ef þið hefðuð lagt 100.000 krónur í að kaupa hlutabréf í Nortel fyrir einu ári síðan væri verðmæti bréfanna í dag um 4.900 krónur.

Hefði sama fjárfesting verið lögð í Enron væri sú eign í dag um 1.650 krónur.

Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 krónur væri minna en 500 kall eftir.

541_big

Hefði peningurinn hins vegar verið notaður til að kaupa Thule-bjór fyrir einu ári síðan þá hefði verið hægt að drekka hann allan og fara síðan með dósirnar í endurvinnslu og hafa um 21.400 krónur upp úr því.

Þegar ofangreint er athugað virðist vera vænlegur kostur fyrir fjárfesta að drekka stíft og endurvinna!

 

Það er mjög gott að vita að mæður manns eru með hlutina á hreinu og kunna að spara!! ;) 

Best að fara og fá sér einn kaldann :-D 


Lokaðu augunum og láttu þig dreyma

Corpus Christi Carol

He bare her up, he bare her down
He bare her into an orchard ground

Lully lullay, lully lullay
The falcon hath borne my mate away

And in that orchard there was a hall
That was hanged with purple and gold
And in that hall there was a bed
And it was hanged with gold so red

Lully lullay, lully lullay
The falcon hath borne my mate away

And on this bed there lyeth a knight
His wound is bleeding day and night
By his bedside kneeleth a maid
And she weepeth both night and day

Lully lullay, lully lullay
The falcon hath borne my mate away

By his bedside standeth a stone
Corpus Christi written thereon


Erlendar gjaldeyrisfærslur aðeins heimilaðar á virkum degi..

Jáá já!!! (heimabankinn er ekki vinur minn í dag!)

Foreldrar hans Stefáns komu í gær og við áttum yndislega kvöldstund saman :) ég eldaði fylltar kjúklingabringur og við sátum og drukkum vín og spjölluðum langt fram eftir kvöldi :)

Í dag er ég svo mestmegnis búin að liggja í leti, líma inn myndir í albúmið mitt, lesa liffærafræði og æfa mig á píanóið.. Stefán og pabbi hans voru svo elskulegir að laga afturdekkið á hjólinu mínu svo ég get dempt mér út í daginn fljótlega.. :) Við ætlum svo saman út að borða í kvöld öll fjögur og síðan á Mahler tónleika í skólanum sem ég er búin að hlakka mikið til að heyra.. En í verkefnavikunni eru hljóðfæraleikararnir búnir að vera að æfa á fullu!! :)

P1010331

Ég er soldið aum í dag því Gunni minn er farinn og ég sakna hans aðeins meira en ég bjóst við.. :( En þetta lagast eins og alltaf.. Það verður rosa gaman í kvöld og ég er ánægð að fá nýja gesti!! Nú eigum við íslenskt lambalæri, brennivín og nóg af harðfisk til að japla á út mánuðinn :)

Annars er það helst í fréttum að Malcolm kom í kastljósinu í gærkvöldi og finnst hann alveg ofboðslega frægur.. Hann, Malic og Dúna hringdu í mig ofur-hress af Airwaves í gærkvöldi og ég fékk samstundis ótrúlega mikla heimþrá...

Fyrir þá sem vilja sjá Malcolm fræga í sjónvarpinu bendi ég á http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4431235/1

 (eða ef linkurinn virkar ekki, kíkja inn á ruv.is og ýta á kastljósið, "Litið inn á Airwaves")

Ætla að enda þetta blogg með mynd af okkur Gunna sem hann tók undir fallegum grátvið þegar við fórum í labbitúr um hverfið mitt!!

P1010345

 

Takk fyrir heimsóknina og þessa yndislegu viku, elsku vinur! Hlakka til að sjá þig um jólin :)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sólbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sólbjörg Björnsdóttir
Sólbjörg Björnsdóttir
Veit að gott er að eiga góðan lager :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gunnar sýnir taktana
  • Danny trompetstrákur spilar ping pong við Melanie
  • Danny hélt netinu
  • Sefán og Hannah buðu okkur í belgíska kjötkássu sem var svaka fín. Matarboðið endaði svo með borðtennismóti..
  • Rigningarblaut..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband