blómin á svölunum mínum blómstra og sólin skín..

Já Jóhanna bara stóð sig mig prýði og sendi okkur í annað sætið :) ..ekki laust við að mann langi bara að skella sér til nágrannaþjóðarinnar og hlusta live á næstu keppni ;) En því miður náði ég ekki einusinni að horfa á keppnina. Söngdeildin var með tónleika í cultural centrum hérna í Utrecht svo við vorum bara að hugsa um allt annað. Þegar tónleikarnir voru búnir fengum við þó utanaðkomandi aðila til að senda okkur númerið og kódann og fengum svo nánustu til að kjósa uppáhalds landið sitt.. með smá influence frá okkur íslendingunum ;)
Auðvitað verður maður að styðja sitt land!!! Sérstaklega svona í útlöndum þegar manni gefst tækifæri til! :)

Við fréttum samt að hún hefði staðið sig einna best af öllum keppendunum og mörg atriðin verið vægast sagt skelfileg. En hver er ég til að dæma það þegar ég sá ekki einusinni keppnina :P

Tónleikarnir gengu reyndar mjög vel þó ég hugsi að ein vika enn í undirbúning hefði gert þá frábæra!! En það var gaman að sjá alla í sínu fínasta pússi og sumar skvísurnar keyptu sér gala-kjóla sérstaklega fyrir tilefnið svo þetta var gríðarlega myndarlegur hópur.

Nú þarf ég bara að fara að framkalla allar myndirnar mínar og skanna svo ég geti smellt inn myndum frá síðustu mánuðum hérna úti. Það er nefninlega þannig mál með vexti að elsku digital myndavélin sem ég fékk í "arf" þegar ákveðinn aðili vildi fá sér nýja myndavél í fyrra gaf upp öndina þegar ég missti hana í götuna í Amsterdam fyrir nokkrum vikum og nú hef ég bara filmuvélina mína til að dokjúmenta! :/ Það er auðvitað dýrara að framkalla og þessvegna geymi ég alltaf nokkrar filmur til að fá magnafslátt.. allavega þá er held ég farið að koma að því núna svo þið þurfið ekki að bíða mikið lengur :)

Jæjja.. ætla að hoppa í sturtu og koma mér út í sólina! Veðrið er yndislegt hér :D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sólbjörg Björnsdóttir
Sólbjörg Björnsdóttir
Veit að gott er að eiga góðan lager :)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gunnar sýnir taktana
  • Danny trompetstrákur spilar ping pong við Melanie
  • Danny hélt netinu
  • Sefán og Hannah buðu okkur í belgíska kjötkássu sem var svaka fín. Matarboðið endaði svo með borðtennismóti..
  • Rigningarblaut..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 737

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband