Færsluflokkur: Bloggar

uppskrift að góðum sunnudegi..

Ekki stilla vekjaraklukkuna á laugardagskvöldi
vakna þegar maður er tilbúinn
og kúra eins lengi og maður mögulega getur
tannbursta og kúra svo aðeins meir
hita kaffi
borða morgunmat
horfa á gamla góða bíómynd eins og t.d. A knights Tale eða The Mask of Zorro
ákveða hvað á að borða í kvöldmat
narta í m&m
búa til eftirrétt fyrir kvöldið (t.d. karamellubúðing)
fara í búð og kaupa í matinn
nautasteik
namm
borða
drekka 1 rauðvínsglas
fara í bíó
eða í gönguferð
koma heim
fara beint í náttfötin
hoppa undir sæng
og fara aftur að kúra
sofna sæl og glöð

mmmm.......


25

25

 

 

 

 

 

já TUTTUGU og FIMM!!! ;oD Jííííhaaa :-)


ég hef verið kítluð ;)

Já ég er í grafískum ham... fékk þetta sent og var skipað að gera og birta á minni eigins bloggsíðu ;)

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:

1. fara í tungumálanám í nokkra mánuði til frakklands/ítalíu/þýskalands/Spánar..
2. halda djazztónleika
3. leika í söngleik/söngvamynd (west side story? oliver twist? litlu hryllingsbúðinni? rent? ..;))
4. ferðast til útlanda til að fara í fjallgöngur
5. læra að spila á píanó
6. stofna hljómsveit
7. geta farið að versla án þess að harfa áhyggjur af því hvort ég hafi í raun efni á því að kaupa mér í matinn!!

Sjö hlutir sem ég get:

1. lært endalaust marga texta sama hversu fáránlegir/flóknir þeir eru (t.d. ólajólahjólasveinn og scatman lagið)
2. verið rosalega löt
3. lesið og lesið og lesið
4. farið í splitt og brú
5. lifað án þess að eiga bíl
6. staðið á höndum
7. borgað skuldirnar mínar :)

Sjö hlutir sem ég get ekki:

1. farið í heljarstökk afturábak eða flikk nema á trampólíni
2. hætt að naga neglurnar lengur en í 3 vikur
3. ákveðið mig!!! ..sérstaklega erfitt að ákveða hvernig tónlist ég á að fara að læra!
4. keypt mér professional kaffivél (amk ekki fyrr en ég verð stór og verð komin með mína eigins íbúð)
5. flogið
6. sleikt á mér olnbogann
7. farið úr bíó áður en myndin er búin!

Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:

1. bros
2. augu
3. bros
4. hendur
5. uppátækjasemi og skemmtilegheit
6. knús
7. bros

Sjö þekktir sem heilla:

í engri ákveðinni röð ;)
1. Heith Ledger (ath! Guys.. núna er hin fullkomna helgi til að hössla, enda allar stelpurnar í ástarsorg ;))
2. Ryan Gosling (can't help it)
3. Pétur Ben
4. Edward Norton
5. Matt LeBlanc
6. Matt Damon
7. svo er þarna sæti gaurinn sem ég bara get ekki munað hvað heitir og líka Johnny Depp og James Franco og...

Sjö orð/setningar sem ég segi oft

1. haaa??
2. hvað segirðu?
3. ókeeeey..
4. nei þá veit ég ekki hver það er!
5. alriiight!
6. hvað er það?
7. skoh

Sjö hlutir sem ég sé núna

1. hreina þvottinn minn sem ég á eftir að brjóta saman
2. geisladisk með upptöku frá útskriftartónleikunum mínum
3. mynd úr brúðkaupinu hjá pabba hans Ragga frá í sumar, myndina gaf rakel sæta mér og þar er pabbi, með svakalegt bros, ég, hálfkjánaleg, Raggi, hress, og mamma mega sæt :)
4. Lancome hydra zen æðislega andlitskremið mitt sem Raggi gaf mér..
5. kaffibolla með tepoka
6. rautt vasaljós
7. auðkennislykilinn minn :)

Sjö kítlaðar manneskjur

1. Gunni minn, my Nr. 1
2. Imba limba
3. Dúna mín
4. Tinna söngdíva
5. Auður minn eini og sanni helmingur
6. Erla
7. oooog Sigrún ;)

Jæjja have fun!!


stjórnborð kallar

ég hef verið að velta fyrir mér að skipta einusinni enn um bloggsíðu!! Ég veit ekki hversvegna ég hef alltaf haft einhvern ákveðinn móral gagnvart blogspot.com.. það er kannski þetta .com sem ég er ekki alveg nógu sátt við!! Ég er auðvitað týpískur íslendingur þannig að eitthvað innra með mér segir mér að þetta eigi að vera .is !! Þetta innra með mér tel ég vera auglýsing sem var alltaf sýnd einusinni í sjónvarpinu og kastaði framan í mann "íslenskt JÁ TAKK!!" og maður hefur bara verið hálfsmitaður síðan.. önnur svipuð auglýsing er líka búin að hafa gríðarleg áhrif á mig en það er auglýsingin "Ísland BEST í HEIMI" og hún hefur ekki bara byggt upp þjóðerniskennd mína heldur líka fengið mig til að drekka óhóflega mikið af thule í gegn um árin...

er að hugsa um að setja upp blogspot.COM síðu einhverntíman á næstunni.. Er líka að hugsa um að leggja aðeins meira í hana en þessar sem ég hef haft.. læt ykkur vita þegar hún er tilbúin! svo auðvitað ef þetta fer allt í fokk þá kannski geri ég þessa bara almennilega ;) hver veit!!

Sjúmpla!


WARNING!!!

DO YOU EAT CHOCOLATE?We were raised on chocolate as kids and even into adulthood.. It seems as though nothing is safe to eat anymore. This is what happens when you eat chocolate! This is a warning, send this to everyone you care about.

 It could happen to you......or them....

 

ATT00005

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Chocolate can cause small feet !!

 

 

Warn everyone 


ojjbara fjörmjólk!!

Til hvers að drekka létt eitthvað.. einfaldlega finnst mér ég ekki fá nógu mikið út úr því!! Bragðið ekki eins gott og ekki þessi nammi tilfinning sem maður fær þegar maður drekkur nýmjólkina..

Reyndar drekk ég eiginlega aldrei mjólk.. það er að segja bara í glasi. En ég drekk hana útí kaffi og mér finnst einn latte á morgnanna vera algjörlega ómissandi! Ég lenti hinsvegar í því í dag að eiga enga mjólk, nema fjör-, og langaði svooo mikið í nesquick! Þetta var bara ekkert miðað við það sem maður er vanur með nýmjólkinni!!

algjör bömmer!!!! :(

Annars fór ég með tinnu minni á sinfó í fyrradag að hlusta á einleikarana sem unnu sinfó keppnina núna síðast :) ég var gjörsamlega blown away :) enda voru þau öll æðisleg og svo var frábært að hitta allt hressa og skemmtilega listaháskólaliðið mitt.. Við fórum síðan niður á sinfóníubarinn og spjölluðum eftir tónleikana við nokkra úr sveitinni og áhangendur þeirra! Bara geggjað kósý og hressandi kvöld.. kom ekki heim fyrr en um hálf tvö og freeekar erfitt að fara að vinna kl 7:30 morguninn eftir! OJJbara ;) hehe..

Annars er helst í fréttum að hún Kolla litla frænka mín er búin að eyða síðustu 3x dögum hjá okkur á Flóku og hún fór út til Ítalíu í morgun þar sem hún ætlar að fara að passa börn í hálft - 1x ár!!
Mér finnst þetta geggjað spennandi og held hún eigi eftir að hafa bæði gott og gaman af.. Ég verð reyndar að segja að ég var nú svona pínu hrædd um hana á flugvellinum þegar við pabbi skutluðum henni í nótt, en hún byrjaði á því að gleyma bæði flugmiðanum, debetkortinu og passportinum á borðinu þegar hún tékkaði sig inn.. síðan var hún stoppuð við hliðið og þurfti að fara úr ofurmegadúndurflottu glans pæjuskónum sínum og taka tölvuna upp úr töskunni.. og stóð á táslunum á gólfinu á meðan öryggisgæjarnir athuguðu hvort eitthvað væri gruggugt við hana.. hehe!! Get ekki beðið eftir að heyra sögurnar hennar frá stansted í london.. en síðast þegar hún var þar var hún einmitt snúin niður af öryggisverði þegar hún ætlaði að draga sléttujárnið upp úr töskunni!!

Þetta verður spennandi ferð ;) ..Láttu heyra í þér frænka og gangi þér vel!!

Knús og kossar

Við Dúna erum búnar að dressa okkur upp í íþróttaföt og erum að fara að tölta út úr húsinu því að við erum að fara á fimleikaæfingu! Já þannig er nú það..

see ya ;)


Banananar!!

Takk Birgitta mín og sömuleiðs Brynja mín.. og já ég verð totally til í plötuíhuganir með þér í mars! Er með milljón hugmyndir í hausnum.. held þessi plata verði bara að vera allavega þreföld!! ;)

annars var ég að reyna að tala við mömmu áðan og hún var svo svakalega busy að hún gat bara ekkert talað við mig alltag að blaðra í símann og þegar ég reyndi að ná tali af henni þá reyndist hún alltaf vera á klósettinu.. en jæjja, ég var orðin svo þreytt á biðinni löngu að ég ákvað að troða uppí mig heilum banana og smella sitthvorum helmingnum í kremjur í kinnarnar á mér! útkoman var vægast sagt mjög skemmtileg.. ég eyddi heillöngum tíma fyrir framan spegilinn og gretti mig brosti og setti fýlusvip og vondukallasvip og égveitekkihvað! ÆÐISLEGT ;oD

langaði bara svona að deila þessu með ykkur fyrst það náði enginn að vera vitni af þessu annars mergjaða uppátæki mínu! ;)


GLEÐILEGT NÝTT ÁR ;o)

Vona að jólin ykkar og áramótin hafi verið yndisleg!!! ;) Jólin mín voru svo sannarlega kósý og áramótin GEGGJUÐ :oD

Áramótaknús til ykkar!!! :o***


could you show me dear sth i’ve not seen..

something infinently interesting...

Jæjja þá er maður bara aaalveg dottinn í jólaskapið :o)

Tónleikarnir gengu frábærlega og þó öll æfð dans-move hafi farið út um þúfur þá skemmtum við okkur konunglega og mér skyldist á fólkinu að allir hafi haft gaman af.. sem var auðvitað planið svo okkur fannst þetta bara mjög vel af sér vikið!! :oD

Mig langar að þakka öllum fyrir stuðninginn og fyrir að skapa þetta yndislega andrúmsloft í salnum með okkur.. Þetta var gjörsamlega ómetanlegt ap fá svona yndislegt fólk í salinn til okkar!!

Milljón kossar og knús fyrir allt!

Með bestu jólakveðju! Sóle mió!


« Fyrri síða

Um bloggið

Sólbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sólbjörg Björnsdóttir
Sólbjörg Björnsdóttir
Veit að gott er að eiga góðan lager :)
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Gunnar sýnir taktana
  • Danny trompetstrákur spilar ping pong við Melanie
  • Danny hélt netinu
  • Sefán og Hannah buðu okkur í belgíska kjötkássu sem var svaka fín. Matarboðið endaði svo með borðtennismóti..
  • Rigningarblaut..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband