sól sól skín á mig, ský ský burt með þig... ;)

Já Friesland var alveg æðislegt.. Ég hitti því miður enga hættulega menn sem jöfnuðust á við hann Dennis en það verður kanski bara seinna ;) Við fórum út á bát fyrsta daginn og lentum í miklum ævintýrum því eftir að ég var búin að stýra bátnum eins og hetja í háa herrans tíð þá tók Tomas við og keyrði beint á rót sem stóð svo hátt upp úr botninum að stýrið brotnaði aftan af bátnum.. Ekki vildi betur til en að við þurftum að bíða eftir björgunarliði í tæpan klukkutíma útá miðju vatninu í grenjandi rigningu!! Þetta var frekar scary og rótin á þessu tré var greinilega mjög töff því skrúfan sem hélt stýrinu var engin venjuleg skrúfa, heldur ein sú allra þykkasta sem ég hef á ævinni séð!!Svona litið slys á flottum bát sem þessum getur kostað hátt í 1000 evrur og þar sem foreldrar Tomasar eiga bátinn þá vakti þetta talsverðar áhyggjur í hópnum. Jæjja.. en enginn slasaðist og báturinn sökk ekki til botns með manni og mús svo kona verður að líta á björtu hliðarnar :)

...sem BETUR fer komumst við fljótlega að því að báturinn er svo vel tryggður að foreldra Tomasar þurfa ekki að borga eina einustu krónu. *sjúkk*Skemmtilegt ævintýri engu að síður.... :)Við eyddum næstu dögum í að labba um litlu bæina Heeg og  Sneek í Friesland sem eru alveg yndislega fallegir. 

Þarna eru pínulítil skökk hús við pínulitlar skakkar götur með pínulitlum skökkum görðum og allt fullt af fallegum bátum og hamingjusömum litlum skökkum hundum... Og hestarnir þarna eru alveg ótrúlega fallegir. Þeir líta út eins og arabísku gæðingarnir nema ekki alveg jafn stórir.. hmmm... ég ætla að setja mynd! Augnablik :)

horses

 

amber

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

eða tvær ;) ..mér finnst þeir allavega æðislega fallegir. Og þarna á seinni myndinni má sjá dæmigerða hollenska konu á hestbaki :P

 Gaman að því!!

 Í dag fór ég í 3ggja ára/eða 21 árs afmæli hjá henni Callas litlu hundaprinsessunni þeirra Halla og Heiðrúnar og fékk alveg unaðslega súkkulaðiköku sem Heiðrún snilldarkokkur bakaði handa gestunum.. Ég er enn með vatn í munninum. Yummie Yummie :) Callas er búin að læra að opna pakkana sína sjálf og var ansi spennt að fá nokkur leikföng, hundarúm og hundanammi, og foreldrarnir höfðu sett á hana fallega bleika slaufu í tilefni dagsins og þetta var mikil gleðistund.

 Þórunn og Lilja eru á fullu að pakka og þrífa íbúðina sína því nú er komið að þeim tíma að þær losna úr stóru, fallegu, dýru íbúðinni sinni og Lilja fer að búa með hjónakornunm og Callas en Þórunn flytur inn til okkar Stefáns í einn mánuð áður en skólanum líkur.. Það eru spennandi tímar framunda. Sólin er hátt á lofti og allir ánægðir með lífið!!

Jæjja... Kossar til ykkar, ég þarf að fara að fá mér að læra!

xxx 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ sæta mín

Bara að láta vita að ég kíki á þig reglulega og fylgist með ævintýrum þínum og ykkar í Hollandi :o)

Fallegir hestar!

Verðuru eitthvað heima í sumar?

Jenný Lára (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sólbjörg Björnsdóttir
Sólbjörg Björnsdóttir
Veit að gott er að eiga góðan lager :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gunnar sýnir taktana
  • Danny trompetstrákur spilar ping pong við Melanie
  • Danny hélt netinu
  • Sefán og Hannah buðu okkur í belgíska kjötkássu sem var svaka fín. Matarboðið endaði svo með borðtennismóti..
  • Rigningarblaut..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband