Þreytt..

Helgin er búin að vera alveg frábær :) Eyddi henni með þýskum vini mínum sem fór með mig í 250 manna partý í Münster í Þýskalandi.. :) Þjóðverjar eru ótrúlega lélegir í enskunni og ég kom sjálfri mér skemmtilega á óvart með að halda uppi samræðum á þýsku við mjög hresst fólk í partýinu og skyldi miklu meira en ég hefði nokkurntíman þorað að vona. Var þó orðin heldur þreytt eftir allt tungumálaflóðið og var komin í hefndarhug. Þannig að á sunnudeginum dró ég þjóðverjan með mér á ÍSLENSKT stelpukvöld og vð eyddum kvöldinu með stelpunum mínum, Þórunni, Lilju og Heiðrúnu ásamt Ivan á Jan van Zutphenlaan og borðuðum tippaköku, íslenskar súkkulaði rúsínur og lakkrís!!! Yndislegt :)

Ég fékk síðan flippaða hugmynd í súpermarkaðinum á leiðinni heim úr skólanum áðan og ákvað að gera sushi í kvöldmatinn! :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alltaf svo mikið líf og fjör í kringum þig dúllan mín ....  Ég er bara pínu abbó fyrir hönd barnanna minna, að missa svona mikið af þér og lífsgleðinni, og það í nokkur ár ...

En það er gott að þér líður vel og að lífið leikur við þig ... Hlökkum til að sjá þig.

LindLind (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 22:50

2 identicon

Æjji takk elsku Linda mín!! Sakna ykkar svoooo mikið svooo oft!! Ef þú bara vissir!

Takk fyrir myndirnar í gær.. Sýndi góðum vini mínum hérna úti allan ágústmánuð og hann var svo impressed að ég þurfti líka að sína honum júlí og júní!! haha.. honum finnst við íslendingar öll svo hvít og ljóshærð nema ég með dökka hárið mitt!

Svo fannst honum mamma vera svo sæt og trúði því bara alls ekki að hún gæti mögulega verið eldri en fertug!! hahaha... Er svo stolt að eiga þessa fallegu fjölskyldu!!

Tel dagana.... 25 dagar

love you :**

sól (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 16:27

3 identicon

Hey Munster er rétt hjá þar sem Leif býr! æðisleg borg:) Ég dáist að hæfileikum þínum í þýskunni, stendur þig a.m.k. betur en ég!:)

En ekkert jafnast á við íslenskt partý, lakkrís og súkkulaði..umm.. en tippakökur??:o

Hafðu það gott úti! það er allt við það sama hér heima...

knús Kristín

Kristín Inga (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 13:55

4 identicon

Heyjj... í alvörunni :-D en gaman!! Hvað heitir bærinn hans?? Vinur minn býr í Bocholt svo ég á ábyggilega eftir að vera á þessum slóðum fljótlega aftur eftir áramót! bara 2 og hálfur tími héðan til þýskalands og hann fer næstum hverja helgi!

Eeeen já! Lilja, sem er að læra með mér hérna í Utrecht átti semsagt afmæli um daginn og Stefán (my roomie) gaf henni tippakökuform í afmælisgjöf! Við Eike vorum reyndar sein í alla kökuna en fengum eistun!! (hahahaha...)

Kakan var mjööööög ljúffeng en mig langaði nú aðallega að bæta þessu þarna inn til að sjá hvort fólk væri virkilega að lesa bloggið mitt eða bara að kíkja og segja hæ!

Soooo there goes..

Linda - í kladdann fyrir eftirtektarleysið

Kristín STÓR + fyrir þig

Sóle mio (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sólbjörg Björnsdóttir
Sólbjörg Björnsdóttir
Veit að gott er að eiga góðan lager :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gunnar sýnir taktana
  • Danny trompetstrákur spilar ping pong við Melanie
  • Danny hélt netinu
  • Sefán og Hannah buðu okkur í belgíska kjötkássu sem var svaka fín. Matarboðið endaði svo með borðtennismóti..
  • Rigningarblaut..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband