Góðar fréttir :-D

Eins og flestir mínir nánustu vita núna þá eyddi ég 4 dögum í Frakklandi með Jóni Gunnari Benjamínssyni vini mínum úr Eyjafirði! Þessir dagar voru alveg yndislegir og ég skemmti mér rosalega vel. Fékk góðan mat og var gjörsamlega ofdekruð á allan hátt.. Jón Gunnar er svo ótrúlega góður og við áttum dásamlegar stundir saman. 

Hann er um þessar mundir að leita sér lækninga þarna úti vegna alvarlegs slyss sem hann lenti í þann 27. september á síðasta ári. Svo ég segi nú frá þessu í stuttu máli þá skaðaðist hann á mænu og var honum vart hugað líf. Hann gekkst undir margar aðgerðir og var m.a. haldið lengi sofandi í öndunarvél. En Jón Gunnar var ekki tilbúinn til að yfirgefa okkur og er svo ótrúlega harður að hann lifði þetta af, og ekki nóg með það þá tók hann sín fyrstu skref með göngugrind í gær! Hann gekk 5 metra!! Sem út af fyrir sig er alveg hreint ótrúlegt fyrir mann sem hlotið hefur mænuskaða. 

JohnnyBGood

Ég er svo heppin að hafa fengið að kynnast honum því ég þekki engann sem er svona sterkur. Hann hefur átt hug minn allan síðustu 14 mánuðina og mér finnst þvílíkur heiður að hafa fengið að fara út til hans þessa daga og vera með honum í baráttunni. Það gefur mér von og trú að finna hversu hart hann berst og þrátt fyrir allt þá er hann ekki bugaður..

Gestur Einar tók viðtal við hann á Rás 2 í morgun og ég smelli hérna inn link á viðtalið svo þið getið hlustað (fyrir þá sem ekki geta klikkað á nafnið hans geta spólað uþb 3/4 áfram af þættinum og skv. Jóni þá er þar KK að syngja og eftir það er viðtalið).

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4440991/3

Takk fyrir mig elsku Jón Gunnar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sólbjörg Björnsdóttir
Sólbjörg Björnsdóttir
Veit að gott er að eiga góðan lager :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gunnar sýnir taktana
  • Danny trompetstrákur spilar ping pong við Melanie
  • Danny hélt netinu
  • Sefán og Hannah buðu okkur í belgíska kjötkássu sem var svaka fín. Matarboðið endaði svo með borðtennismóti..
  • Rigningarblaut..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband