bloggidíblogg

Það er heldur betur búið að fjölga á heimilinu..

Ég var nýbúin að finna okkur meðleigjanda þegar ég fæ e-mail frá yndælli stúlku á Akureyri sem var að leita sér að íbúð í Utrecht. Ég bauð henni auðvitað að kúra á sófanum þangað til hún finndi eitthvað annað og það var vika í að nýji meðleigjandinn, Joachim, flytti inn.

Daginn eftir að hún kom kíkir Kolla mín í heimsókn í smá millibilsástandi.. Þannig að á einu bretti vorum við óvart orðin fjögur og núna á laugardaginn flutti nýi meðleigjandinn inn! Og þar með vorum við orðin 5 á heimilinu!! ...sem eru nú smá viðbrigði miðað við það sem búið var að vera hjá okkur Stefáni meðan við vorum bara tvö. En þrátt fyrir það þá fer bara alveg ótrúlega vel um okkur öll hérna, enda íbúðin stór.

Það kom síðan í ljós að Joachim var með allt of mikið dót með sér til að koma fyrir í íbúðinni svo við smelltum því bara inn í geymslu tímabundið og hann ætlar nú bara að vera hjá okkur í 2 vikur á meðan hann finnur sér eitthvað annað. Hann getur þá líka vonandi fengið meira privacy en bara lausan vegg..

Það lítur allt út fyrir að Kolla ætli að vera hjá okkur aðeins lengur en planað var í upphafi og hugsanlega verður hún fram í byrjun desember, Joa verður nú fluttur út fljótlega en vonandi getur Erla tekið hans stað og verið hjá okkur áfram... :)

Annars líður okkur alveg ofboðslega vel öllum! Það er búið að vera nóg að gera í skólanum og við erum búin að hafa 2 matarboð, fyrst með Chönnu, Fanju og Anniku og síðan komu Ivan, Fernando, Jelmer og Hannah í kjúkling og við enduðum öll syngjandi og spilandi fram á nótt! Þetta voru tvö alveg yndisleg kvöld og Erla og Kolla höfðu gaman af að kynnast öllum þessum útlendingum. 

Annars erum við Kolla búnar að vera að skemmta okkur undanfarna daga á youtube, en ég tek alltaf svona tímabil inná milli þar ég fer að grúska eftir einhverju skemmtilegu!! Við vorum semsagt hangandi uppí sófa í gær og fundum þetta myndband af kind sem var ekki alveg eins og kindur eru flestar og reyndar dálítið útskúfuð!! Við vorkenndum henni mikið en ætluðum aldrei að jafna okkur eftir hláturskastið og satt best að segja þá finnst mér þetta alveg jafn fyndið í dag! Mæli með að þið kíkið ;)

 

Ástarkveðjur ;) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Lára Arnórsdóttir

Oh dear lord!!!!!!!!!!

Þetta er alltof fyndið!!!

shi!!!

á að drepa mann????

Morðingi!

knús!

Jenný Lára Arnórsdóttir, 3.11.2008 kl. 10:02

2 identicon

BJÖRGUNARSVEITIN Trektin.....góðan dag!!!!

Hrefna Harðardóttir (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 11:06

3 identicon

Æji hvað það er ljótt að stríða dýrunum:( greyið meme.

Sigrún (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 21:41

4 identicon

Þetta er nú farið að verða alvega massa kommúna þarna hjá ykkur..... man I miss that. Jæja það ætti þá að skiptast aðeins niður blessað uppvaskið. Ég bið bara að heilsa öllum. :)

Gunni (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 15:44

5 identicon

yndislegt líf ;)

og já aumingja meme ég vorkenni henni ótrúlega mikið

samt sem áður kemst ég ekki hjá því að grenja úr hlátri yfir þessu

sól (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sólbjörg Björnsdóttir
Sólbjörg Björnsdóttir
Veit að gott er að eiga góðan lager :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gunnar sýnir taktana
  • Danny trompetstrákur spilar ping pong við Melanie
  • Danny hélt netinu
  • Sefán og Hannah buðu okkur í belgíska kjötkássu sem var svaka fín. Matarboðið endaði svo með borðtennismóti..
  • Rigningarblaut..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband