Lífið er ballaða..!

Mér var greinilega ætlað að vera innandyra í dag!

Tók morguninn rólega og við Stefán og Gunni sváfum til hádegis.. Veðrið var yndislegt og eftir að við elduðum okkur egg og bacon-brunch skrapp ég í skólann að hita mig upp áður en ég fór í söngtíma!

Ég skokkaði út og ætlaði að sækja hjólið mitt.... en þá var SPRUNGIÐ afturdekkið afþví að ég var svo sniðug að reiða 85 kg Gunnar Inga heim af lestarstöðinni í gærkvöldi!!
Ég rændi því hjólinu hans Stefáns en á leiðinni í skólann byrjaði síðan að HELLIRIGNA (N.B. það var "YNDISLEG veður" allan morguninn og ekki ský á himni þegar ég settist upp á hjólið!!!). Ég varð því RENNANDI blaut.. alveg inn að beini og þurfti að standa undir handþurrkunni inni á skólaklósettinu í korter svo ég myndi ekki verða lasin á staðnum.. Náði því lítið sem ekkert að hita mig upp fyrir tímann (raddlega, meina ég, því auðvitað var ég ekki lengur frosin á lærunum eftir þurrkunina) og var þá orðin svöng eftir alltsaman.. Ég hámaði í mig twix á no time og keypti mér te í mötuneitinu til að hafa orku til að koma upp hljóði í tímanum!!

Sem betur fer gekk söngtíminn mjög vel, en þegar ég kom heim aftur var ég alveg gjörsamlega búin í fótunum því ég gat ekki lækkað sætið á hjólinu hans Stefáns og því hafa fæturnir á mér lengst nú um 15 sentimetra hvor!!

Í kvöld ætlum við að panta okkur mat og horfa á vídjó.. Gunni ætlar að klára að hlaða batterýin áður en hann þarf að mæta í skólann á mánudag!! Það er búið að vera yndislegt að hafa góðan vin hjá sér í viku!
Eru ekki fleiri sem vilja taka hann sér til fyrirmyndar *blikk*

Ástarkveðjur, Sóle mío


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hver á nú að fá sér bjór eða hvítvín með mér á fimmtudagskvöldi...;( æji ég sakna þín músla

Ingibjorg (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 20:14

2 identicon

æjjiii.... elskan!! Sakna þín líka svooooo mikið!!  Við verðum bara að skæpast saman með hvítvínsglas næsta fimmtudagskvöld!! Hvernig hljómar 8 á ísl. tíma???

sól (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 21:52

3 identicon

Þarna loksins kom leiðin til að lengja á sér fótleggina, og svona einföld líka, hverjum hefði dottið það í hug...

alltaf gaman að lesa hjá þér tekst alltaf að töfra fram brosið og jákvæðnina, það er svo skemmtilegt :) hlakka til að sjá þig um jólin, vildi ég gæti fylgt fordæmi Gunna og kíkt í Hollandsreisu, kanski seinna....

Erna (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 23:32

4 identicon

Já.. Þessi aðferð verður svo sannarlega lögð beint undir stjórn aðalnefndar stubbavinafélagsins ;) Það verða ábyggilega miklar framfarir á næstu mánuðum ;)

Og vertu ávallt velkomin i heimsókn þó það sé ekki á þessu ári elsku Erna mín.. það eru 2-3 til stefnu til viiðbótar!! :) *knús ya*

Sól (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sólbjörg Björnsdóttir
Sólbjörg Björnsdóttir
Veit að gott er að eiga góðan lager :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gunnar sýnir taktana
  • Danny trompetstrákur spilar ping pong við Melanie
  • Danny hélt netinu
  • Sefán og Hannah buðu okkur í belgíska kjötkássu sem var svaka fín. Matarboðið endaði svo með borðtennismóti..
  • Rigningarblaut..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband