Hamingjupilla

Ég er svo hamingjusöm!! Ég var reyndar mjög þreytt þegar ég vaknaði og það var skítakuldi í herberginu!! En ég var fljót að hoppa í ullarsokkana hennar ömmu og það lagaðist fljótt.. en vegna fingurkulda þá gekk mér alls ekki vel í píanótíma..!! Eftir tímann þá fór ég aðeins að gaula og síðan beint í jazzsögu. Tíminn var æðislegur, við horfðum bara á tónleika og töluðum um John Scofield! Ég fór síðan í smá nemendafræðslu og svo í meðleikstíma og æfði dúett með hollenskri vinkonu minni sem heitir Margje og það gekk bara ótrúlega vel:)
þá var ég strax komin í hamingjugírinn!! Frétti þá að krónan væri orðin föst í 130 kr. og það gladdi mig líka mjög!
Eftir tímann fór ég og drakk te með annari hollenskri vinkonu (Chönnu) og svo í poppsögu!
Kom í ljós að meiri hlutinn af bekknum hafði fallið í jazzsöguprófinu og tekið upptökupróf sem flestir náðu svo við fórum á pöbb og skáluðum fyrir frammistöðunni

 Jæjja.. dagurinn búinn að vera frekar góður og ég orðin mjög glöð :) Þá hringir síminn minn!! og var það ekki elsku besta amma mín.. við spjölluðum smástund um hvernig gengi og ræddum auðvitað aðeins íslenska efnahagslífið og mér leið svo vel á eftir að ég hélt að dagurinn bara gæti ekki orðið betri!! eeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeen jú!! ég hjólaði heim í yndislegu haustregninu með Stebba roomie og þegar ég var komin heim hringir þá ekki síminn AFTUR og í þetta skiptið var það pabbi minn :) ooooooooooooog já! Ég fæ nýja tölvu á laugardaginn!! oooooooooooog mamma og pabbi létu flytja allt af gömlu tölvunni yfir á þá nýju svo ég á allt dótið mitt.. ritgerðirnar og myndirnar sem ég átti eftir að setja á harðadiskinn ennþá!! Þetta er fab!

og til að toppa þetta alltsaman þá er ég að bíða eftir að hitta Kollu mína á msn OG elsku Dagur sætasti frændinn minn á afmæli í dag :-D

 Lífið er yndislegt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bara kvitta fyrir að ég fann bloggið þitt :) gaman að fylgjast með þér sæta

ps. evran er reyndar ca 240 krónur ef þú tekur út með íslensku korti....

elfa (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 21:42

2 identicon

Það er aldeilis hamingja í gangi .... og það var nú gott.

Ég vona að hamingjan eigi eftir að endast svona í allan vetur  :o)

bestu kveðjur frá Akureyri .... stóra syss

p.s. Leon Máni er loksins farin að labba eitthvað að ráði, og það er sætast í heimi  :o)

Linda (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 23:10

3 identicon

Oh, það er svo gaman að lesa svona hamingjublogg :D

knús til þín :)

Elfa Cosí (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 01:38

4 Smámynd: Sólbjörg Björnsdóttir

1. Jahámm!! takk elfa mín fyrir ábendinguna.. held ég dembi mér beint í bankann og millifæri á hollenska reikninginn!! :-P
2. Og Linda.. Ég fékk bara pínu tár í augun.. Ég er svo glöð!! Þú verður að fara að smella inn nýju vídjói  á síðuna okkar! Þetta eru æðislegar fréttir ;)
3. Skemmtilegt að fá svona tvö komment frá Elfum, híhí... ekki allir svona heppnir að þekkja tvær eins og ég! Knús til baka elskan! Vona að þú hafir það gott :-D

Sólbjörg Björnsdóttir, 8.10.2008 kl. 09:27

5 identicon

Ef þú ert hamingjusöm þá er greinilegt að þú ert að gera rétta hluti með líf þitt.
Það er gott og vel og hamingjan fylgi þér..........bæjó mamma

Hrefna Harðardóttir (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 21:12

6 identicon

Það er svo gaman að lesa bloggið þitt Sóla mín, maður fyllist allur af krafti og hamingju. Þó að þú sért í langtíburtistan þá tekst þér samt að smita mann af lífsgleði!

Takk fyrir það Sóla mín og gangi þér vel þarna áfram.  Kærar kveðjur, Guðni.

Guðni (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 22:09

7 identicon

mikið er gott að það sé allt gott hjá þér:) knúsknús

Sigrún (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 22:55

8 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Hvað er í vatninu í Útrekt?

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 9.10.2008 kl. 09:10

9 identicon

æji  ég sakna þín

imbalimba (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sólbjörg Björnsdóttir
Sólbjörg Björnsdóttir
Veit að gott er að eiga góðan lager :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gunnar sýnir taktana
  • Danny trompetstrákur spilar ping pong við Melanie
  • Danny hélt netinu
  • Sefán og Hannah buðu okkur í belgíska kjötkássu sem var svaka fín. Matarboðið endaði svo með borðtennismóti..
  • Rigningarblaut..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband