vit-leysa eða geð-veiki!!

Ég er ótrúlega tilfinninganæm þessa dagana.. og það furðulegasta er að þetta eru ekki allt mínar tilfinningar!! Það er eins og ég taki inn á mig hvernig öllum líður í kringum mig og finnst ég þurfa að leysa öll heimsins vandamál!!

Þarf andlega á því að halda að öllum líði vel í kring um mig.. Ég datt meira að segja í það í morgun að skoða stjörnuspár allra þeirra sem ég umgengst og tala sem mest við til að ég myndi vita hvernig ég gæti látið þeim öllum líða vel.. Eftir það fór ég allt í einu að spá hvort það væru fleiri sem gerðu þetta eða hvort ég væri bara alveg að missa vitið. Svo ég ákvað að ræða þetta við ákveðna vinkonu á msn sem sagði mér að ef ég myndi halda svona áfram þá myndi þetta alveg örugglega enda með taugaáfalli! Ekki væri það á mína ábyrgð að láta ÖLLUM líða vel.. Maður hefur víst takmarkaða orku til að bæta og takmarkað vald til að breyta því sem er að gerast í heiminum! Henni fannst ég eiga að hugsa meira um sjálfa mig! Það erfiðasta er að mig langar líka að laga allt og alla heima á Íslandi og næ enganeginn til þeirra.. Er maður ruglaður eða hvað :-P

Mér fannst bara alveg eins og ég væri að tala við mömmu þegar hún sagði þetta. En mamma lætur mig stundum heyra það þegar mér líður svona!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu nú mig. Þú þarft að forgangsraða þessu rétt vina mín. Sóla fyrst og svo restin í aðra. Annars veit ég alveg hvað þú meinar. :)

Gunni Stóri (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 15:05

2 Smámynd: Jenný Lára Arnórsdóttir

Æji þú ert svo mikið yndi! En maður á náttúrulega fyrst og fremst að passa upp á sjálfan sig :o)

Nú verða bara allir að taka sig á að láta sér líða vel svo að þér líði vel, svona til að borga þér til baka :o)

Jenný Lára Arnórsdóttir, 2.10.2008 kl. 15:13

3 identicon

Ég skoða nú alltaf þína stjörnuspá og hugsa hvernig ég get látið mínum nánustu líða vel og er ekkert geð-veik þess vegna.....þykir bara vænt um þig og mitt fólk........og stundum líður konu bara vel þegar hinum líður vel....svo þetta er ekkert sjúkt, bara mannlegt. En eins og Jenny sagði þá þurfa bara allir að láta sér líða vel!!!!!! Lovjú mamma

Hrefna Harðardóttir (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 10:02

4 identicon

Mér líður vel;), vona að þér líði líka vel. lovjú líka:)

Sigrún (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 23:11

5 identicon

Takk!

Ég elska ykkur :-*

Sólbjörg (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 23:38

6 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Heyrðu það er spurning hvort þú getir ekki markaðssett þetta, tekið að þér að umgangast og heimsækja fólk og láta því líða vel gegn hóflegu gjaldi... (Velkomin í heimsókn til Danmerkur ení tæm)

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 5.10.2008 kl. 15:47

7 identicon

Hahaha... góð hugmynd.. Fá greitt fyrir að fara í heimsóknir, drekka kaffi, segja fallega hluti, hjálpa fólki að sjá jákvæðu hliðina á því sem ekki er nógu gott og knúsast :)

Það væri nú algjör draumavinna!

Sólbjörg (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sólbjörg Björnsdóttir
Sólbjörg Björnsdóttir
Veit að gott er að eiga góðan lager :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gunnar sýnir taktana
  • Danny trompetstrákur spilar ping pong við Melanie
  • Danny hélt netinu
  • Sefán og Hannah buðu okkur í belgíska kjötkássu sem var svaka fín. Matarboðið endaði svo með borðtennismóti..
  • Rigningarblaut..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband