Rai Uno :-P

Er að horfa á ítalskt sjónvarp.. Fórum út að borða með Halla, Heiðrúnu og Lilju sem var ótrúlega skemmtilegt, ég var reyndar ekkert mjög svöng en fékk mér guacamole-fyllta tómata sem voru algjört nammi!! Vorum semsagt að koma heim og erum lögst upp í sófa fyrir framan sjónvarpið... ótrúlega þreytt eftir daginn!! Það var brjálaður hiti í dag og ég hjólaði á hlírabolnum í skólann en var samt alveg að stikna í söngtíma og ætlaði aldrei að jafna mig..

Er búin að kaupa mér hollenskar brandarabækur og orðabók til að byrja að læra málið.. En við fáum því miður ekki námskeið fyrr en í NÓVEMBER, og það er að segja EF við komumt að því þar er bara ákveðinn fjöldi af nemendum sem geta verið með.. urrg!! Mjög sérstakt viðmót hjá fólki þegar maður talar um að læra hollenskuna..
"Why would you wanna learn dutch??" "Everyone speaks English here so you don't have to do it!!"
Komm on people.. Það er allt allt allt önnur upplifun að vera í landi þar sem maður talar málið en að vera bara eitthvað enskumælandi skilja bara 50% af því sem er í gangi með hollendingunum..anywho.. þá ætla eg sko að gera eitthvað í mínum málum!!

 Ég datt í fyrsta skipti á hjólinu mínu gær.. var að hjóla á eftir Stefáni á leið í bíó með Halla, Heiðrúnu, Lilju og Þórunni þegar ég fór allt í einu að flækja framdekkið mitt í hjólatöskunni hans... og allt í einu var það bara orðiðþannig að ég gat valið um það hvort ég myndi detta til hægri (út á götu) eða til vinstri á svona tíglagirðingu, eins og er alltaf í bíómyndunum með vír yfir og þjófarnir reyna alltaf að klifra yfir rétt áður en löggan nær þeim, nema það sé aðalhetjan, þá stekkur hún auðvitað alltaf yfir hana eins og ekkert sé..
Ég valdi semsagt girðingun, flaug upp í loftið og hjólið á hliðina og lenti bósktaflega standandi/hangandi í girðingunni.. Já svona er maður svalur!! Hefði gjarnan vilja eiga þetta á vídjó, ábyggilega frekar fyndið.
Meiddi mig næstum ekker, smá skrámur á sköflunginn og núna snýr bjallan á stýrinu hjá mér öfugt.

Önnur hjólasaga gærkvöldsins er þannig að við kíktum aðeins til Halla, Heiðrúnar og Callas eftir bíóið og sátum á spjalli fram eftir kvöldi en þegar við komum út þá hafði Stefán verið með svona áfastan lás á hjólinu sínu (við afturdekkið) svona eins og pinni sem er stungið gegn um rimlana og ekki hægt að taka af. Nema Stefán hafði aldrei náð lyklunum úr sem fylgdu með, heldur keypti hann sér bara nýjan lás. Allaveg þá hafði einhverjum fundist þetta eitthvað rosa fyndið í gærkvöldi og ákveðið að læsa hjólinu og taka lyklana!! Töff!
Stefán þurfti semsagt að reiða mig heim á litla hjólinu mínu (sem telst víst barnahjól í Hollandi) og skilja hjólið sitt eftir.. Vá hvað þetta var pirrandi.. Sem betur fer gat hann bara farið með hjólið á verkstæði og látið saga lásinn af svo hjólið er allavega ekki fast í miðbænum!! Fólk hefur mjög skrítinn húmor gagnvart hjólum hérna. :-P

Annars er ég að hugsa um að koma mér í háttinn! Kóræfing kl 10 í fyrramálið og svo hóptími með öllum hinum söngnemendunum beint á eftir.

Á morgun fáum við líka dótið okkar loksins frá Íslandi :-D

sorry mamma, er ekki komin með númer ennþá en þú verður sú FYRSTA til að fá það sent..  Love you

 Góða nóttina allesammen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Lára Arnórsdóttir

Jei! Þú bloggar! Gaman gaman gaman!

Jenný Lára Arnórsdóttir, 13.9.2008 kl. 17:15

2 identicon

Knús sæta..

 J.

J (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sólbjörg Björnsdóttir
Sólbjörg Björnsdóttir
Veit að gott er að eiga góðan lager :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gunnar sýnir taktana
  • Danny trompetstrákur spilar ping pong við Melanie
  • Danny hélt netinu
  • Sefán og Hannah buðu okkur í belgíska kjötkássu sem var svaka fín. Matarboðið endaði svo með borðtennismóti..
  • Rigningarblaut..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband