heyjja Holland!

Jæjja... Nokkrir dagar liðnir frá síðasta bloggi. Enda búið að vera brjálað að gera! Kynningardagarnir í skólanum voru sko ekkert grín. Þetta voru 3 dagar og við byrjuðum kl 10 alla morgna og vorum fram til milli 2-3 um nóttina!! Rosalega skemmtilegt! Í byrjun var okkur öllum troðið inn í einn stóran sal þar sem við vorum látin læra nokkur kórlög til að flytja á opnunarhatíðinni í gær, æfingin fannst mér taka heldur langan tíma, en það er kannski ekki að marka svona kórvana manneskju eins og mig! Hefði þurft að renna yfir þetta kannski einusinni með mótettunni og svo hefði það bara verið flutt, ekkert ves.. korters æfing fyrir 3x lög sem tók hátt í 2 tíma þarna.. en já, lét mig nú svosem bara hafa það!! Síðan var okkur skipt í 8 hópa og við fórum í ratleik um bæinn. Þar sem höfðu falið sig trúðauppáklæddir einstaklingar úr nemendaráðinu. Þeir voru semsagt staddir í öllum þeim byggingum sem maður þyrfti helst að notast við yfir veturinn eins og t.d. student centre (sem er fyrir alla háskólana), bókasafnið ofl. svona saði. Við þurftum síðan að svara fullt af spurningum og vinningsliðið (liðið hans stefáns) fékk barbídúkku að launum. Gaman gaman.Síðan var farið út að borða og að lokum voru okkur sýndir skemmtilegustu underground jazz-klúbbarnir í bænum og einn stór skemmtistaður, sem reyndar var einusinni kirkja, þar sem Stefán missti sig gjörsamlega því á staðnum eru ekki seldar nema 39 tegundir af bjór.. :) hehe..

daginn eftir fórum við svo í siglingu um síkin, svo var gengið upp í háa turninn á dómkirkjunni (ekki nema rúmlega 400 tröppur í 92 metra hæð) og við fengum að vita alla söguna um hann og kirkjuna. Þá var kynning á skólanum og tónlistarspurningakeppni, sem við Stefán reyndar misstum af því við þurftum að fara og skrifa undir allskonar pappíra hjá leigusalanum okkar í nýju íbúðinni sem við fáum á mánudaginn (sem mér líst bara mjög vel á btw.)... en mitt lið vann svo ég var mjög sátt :)Síðan var kvöldmatur og cirkus-þema partý í skólanum.. og var þemað tekið mjög alvarlega.. ótrúlega skemmtilegt. og við Stefán enduðum syngjandi íslenska drykkjusöngva úti á götu með hollendingunum! Gaman að því :)

IMG_1252

Í kring um hús stelpnanna er þetta síki og hér má sjá litlar endur á sundi.

Mig langar aðeins að segja ykkur frá þessum öndum.

Ofboðslega sætar og yndælar á daginn en á nóttunni gefa þær frá sér einstaka hljóð sem er ekki alveg jafn yndælt! Meira eins og Krúnk heldur en Bra.. Eða jafnvel bara samblanda af þessu tvennu eða Krúnkbra!! 

Ekki gott að sofa við svoleiðis.. Við höfum því gefið öndunum nafnið Hggrendur (sagt með hollenskum hreim) og erum við Stefán fegin að flytja frá þeim í hinn enda bæjarins á mánudaginn! 

Annars er veðrið æðislegt í dag. Það er ekkert búið að vera neitt sérstakt, alltaf hlýtt en núna skýn sólin :) 

ætla að enda á responsi :) 

Erna; Takk elskan.. Frétti að stundin eftir að ég fór hefði verið heldur dramatísk:p Er líka farin að hlakka rosalega mikið til um jólin :) sendi númerið um leið og ég fæ það. Er bara með mitt íslenska þangað til ég fæ kort hjá bankanum. Það tekur allt nokkra daga hérna :p

Gunni minn; ég er ekki komin með inniskó!! :( þetta er vandræðalegt ástand!!

Mamma mín: þú færð privat mail eftir smá stund :*

Sigrún: takk fyrir msg-ið verum í bandi á netinu! Vona að þú hafir skemmt þér í útlandinu!

Tinna: úúúú.. Tilviljun!! Nei ég held ekki :oD Vona að þú hafir það líka gott.. ætla líka að fylgjast með þér.. MúhahahahaHAAA :oD 

ástarkveðjur Sunny Bee


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyjj Hollandsmær!

Langaði bara að senda saknaðarkveðjur frá mér og Brúski sæta...hugsum til þín á hverjum degi :)

P.s. ég veit hvað þú átt við með þessu KrúnkBra, stórfurðulegt hollenskt fuglahljóð sem mar sofnar og vaknar við!!

Heyrumst sæta mín, kossar :*

Dúnan (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 16:22

2 identicon

Eyrnatappa Sól mín, eyrnatappa... kveðja Hildur

Hildur (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sólbjörg Björnsdóttir
Sólbjörg Björnsdóttir
Veit að gott er að eiga góðan lager :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gunnar sýnir taktana
  • Danny trompetstrákur spilar ping pong við Melanie
  • Danny hélt netinu
  • Sefán og Hannah buðu okkur í belgíska kjötkássu sem var svaka fín. Matarboðið endaði svo með borðtennismóti..
  • Rigningarblaut..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband