Jan van Zutphenlaan :)

Hæ og hó og hopp og hí!!

 Þá er ég komin til Utrecht.. :) Ferðalagið gekk bara alveg ofboðslega vel fyrir sig og ég lenti ekki í neinum töfum eða vandræðum.. Grét auðvitað allan morguninn heima á Flóku meðan ég kvaddi mömmu, pabba, Shebu, Dúnu, Inga, ömmu í símann og lindu systur líka í gemsanum. Hélt síðan að ég væri alveg komin yfir tárin á leiðinni upp á völl með mömmu en stoppaði svo á bensínstöðinni til að knúsa Möggu mína yndislegu fyrrum tengdamömmu og þá fór flóðið aftur á stað.. Ekki að það hafi verið svona hræðilegt að yfirgefa landið en tilfinningarnar voru bara alveg að fara með mig (eins og einhverjir tóku eftir). Ég var þó hætt að skæla þegar ég kom upp á völl með mömmu sem knúsaði mig í kleinu.. úff!! erfitt.. en ég er nú alveg að verða stór svo ég verð kannski ekki jafn mikil tilfinningahrúga næst.. ;)

Ég lenti við hliðina á yndælum hjónum í flugvélinni sem fannst ég ábyggilega vera týnda dóttir þeirra því þau spurðu mig spjörunum úr og gáfu mér alls konar góð ráð og pössuðu að ég kæmist í gegn um mannþvöguna með þeim eftir að vélin var lent og þangað til töskurnar þeirra komu þá kvöddu þau mig með handabandi og vonuðust til að sjá mig einhverntíman aftur.

Ég missti síðan af rútunni á lestarstöðina því ég þurfti að bíða svo lengi eftir töskunni minni en það var mikil heppni því ég hitti 4 vini sem voru systkin eða semsagt bróðir og systir og bróðir og systir og þau höfðu verið á þriggja vikna bakpokaferðalagi um ísland og voru mjög hrifin! Þau tóku mig algjörlega upp á arma sína þarna í rútunni og við vorum meiraðsegja farin að syngja saman:) ..algjör snilld! Við tókum síðan lest til Utrecht frá Eindhoven og fengum okkur hollenskar franskar með majónesi í lestinni. Kvaddi þau síðan á lestarstöðinni og fékk símanúmer og e-mail og hugsa að ég bjóði þeim nú í innflutningspartý eftir að við fáum íbúðina okkar, sem er 1. september. Leigubílstjórinn var svo líka sá almennilegasti og bar töskurnar mínar upp að dyrum hjá Lilju og Jan van Zutphenlaan 66 og Stefán (minn verðandi sambýlingur) tók á móti mér í dyrunum.

Ég svaf ótrúlega vel og í dag erum við búin að hjóla um bæinn. Stefán fyrst með mig á böglaberanum, en síðan keypti ég mér þetta fína litla sæta hjól með bognu stýri og er búin að vera mjög hamingjusöm síðan þá. Við skruppum í matvöruverslun og hjóluðum svo heim og gerðum pönnsur með súkkulaðihnetusmjöri og ávaxtasalati. nammi namm :)

Jebb.. Næs life í skrollandi Hollandi :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ji hvað það er gaman að heyra að allt gengur vel :) Vona að þú njótir þess í tætlur að koma þér fyrir í Hollandinu góða.

Unnur María (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 16:20

2 identicon

merci beaucoup mon amour ;) hvernig gengur hjá þér???

Sól (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 19:41

3 identicon

Til hamingju með að vera byrjuð á ævintýri þínu í útlandinu :) Það verður meiriháttar að fá að fylgjast með þér hér á blogginu elsku Sól! Gangi þér allt í haginn .. og já Holland er frábært.

Knús í bili

Hildur

Hildur (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 11:33

4 identicon

Hæ sæta mín!! Ég er enn ekki búin að átta mig að þú sért stödd í öðru landi. En frásögn þín er alltaf eins og ævintýri, enda líturu á lífið þannig. Gaman að heyra að allt gengur vel... Sakna þííín :*:*

Dúnan (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 18:05

5 identicon

Ég verð nú að vera sammála Dúnu, það er ekki alveg sokkið inn að þúrt í allt öðru landi sko en það kemur inn á endanum ásamt skelfingunni :) En vegur svakalega á móti hversu geeeeeeðveikt stoltur ég er af Sólinni. :) Passaðu þig á því að skemmta þér geggjað vel skvís ;) Miss'ya

Gunni No.1 (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sólbjörg Björnsdóttir
Sólbjörg Björnsdóttir
Veit að gott er að eiga góðan lager :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gunnar sýnir taktana
  • Danny trompetstrákur spilar ping pong við Melanie
  • Danny hélt netinu
  • Sefán og Hannah buðu okkur í belgíska kjötkássu sem var svaka fín. Matarboðið endaði svo með borðtennismóti..
  • Rigningarblaut..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband