kirsuberjakók og take-away wok

Það er alltaf svo fallegt á vorin! Auðvitað vildi maður óska þess að sumarið væri bara alveg komið, en hérna í Holllandi getur maður labbað meðfram sýkjunum á engu nema stuttermabol, stuttum buxum og opnum skóm og smælað framan í heiminn!! :) Rósirnar eru líka byrjaðar að sýna sig og eru alveg ofboðslega fallegar.. ég man alltaf hvað mér fannst þetta ótrúlega fallegt þegar ég var lítil.. Fæ alltaf svona kítl í magann þegar ég sé svona fullt af fallegum rósum á runnunum :)

Mér var tjáð það af ókunnugum manni á kaffihúsi að Ütrecht væri fjórða stærsta borgin í Holllandi og ég er búin að rölta um hana alla í dag!! Neinei.. ég segi það nú ekki alveg hehe.. enda borgin aðeins stærri en fjórða stærsta bærinn á Íslandi (sem er þá annaðhvort Egilsstaðir eða Ísafjörður, giska ég). Hérna búa um 5-600 manns og það eru rosalega stór hús hérna.. Þau eru reyndar minni í miðbænum og líka svona hús niðri við sýkin.. og húsbátar sem mér finnst alveg ofboðslega sjarmerandi. Líka svona litlir veitingastaðir á svona eins og einu leveli fyrir neðan verslunargöturnar.. það er soldið töff!! Mig langar pínu að fara út að borða á svoleiðis stað á morgun eftir að ég er búin að syngja fyrir í HKU (Hogeschool voor de Kunsten Utrecht).

Ég tók strætó og skoðaði dómkirkjuna hér sem var mjög falleg (turninn á henni er einmitt sá hæsti í Holllandi og klukkan í turninum ofsalega stór og flott). svo rölti ég aðeins verslunargötuna og fór í geggjaða tónlistarbúð sem B&B eigandinn benti mér á í gærkvöldi en hún var í lítilli hliðargötu sem ég þurfti aðeins að hafa fyrir að finna en fór nú samt létt með það!! Enda búin að læra að labba ekki bara áfram og halda að ég sé að fara í rétta átt eins og á íslandi þá getur maður bara labbað eitthvað og maður endar alltaf einhvernveginn á réttum stað.. en svona virkar það víst ekki í útlöndum.. Take my word for it people!! Þegar ég var búin að anda að mér öllum nótunum og geisladiskunum (endaði með því að ákveða að kaupa ekki neitt því ef ég hefði byrjað hefði ég aldrei vitað hvernig ég ætti að stoppa svo ég forðaði mér í snatri), rölti ég út og var nú ekki búin að labba lengi þegar ég fann crumpler.. varð ekkert smá hamingjusöm og lét loksins verða af því að kaupa mér svona hylki utan um Alexöndru (iBook tölvuna mína)!! Vííííí.. Er búin að vera að leita að svona lengi lengi lengi en alltaf bara til silfurgrátt eða einhvernveginn grænljótt á litinn en núna átti gæinn akkurat eitt vínrautt og ég fékk meiraðsegja afslátt því hann var ekki með næga skiptimynt til að borga mér til baka :) Ég var líka búin að sitja svo mikið á mér í tónlistarbúðinni að ég varð bara að eyða þarna 22 evrum, mér fannst það reyndar vel sloppið því þetta kostaði alltaf einhverjar 580 danskar þegar við vorum þar!! fjúff!! getur einhver sagt mér hvað þetta kostar heima? Jæjja anyways.. skiptir ekki máli!! Ég er hamingjusöm með nýja tölvuhylkið mitt :o)

Ég tók síðan smá jú-törn, eða u-beygju og gekk niður að sýki sem ég sá ekki svo langt frá mér.. Rölti meðfram því öllu og lét mig dreyma um að það væri bara pínulítið meiri sól. Labbaði svo yfir stóra fallega bogabrú og tók hina hliðina á sýkinu til baka.. Trén héngu yfir mér og það voru fuglar syngjandi og svanir á vatninu og mér leið bara ekkert smá vel :) Þetta var æðislegt! Ég tók síðan röltið í gegn um miðbæinn aftur og fann tónlistarháskólann sem er í gömlu húsi með háum turni á Marieplaats 28. Rosalega fallegur (eitthvað annað en byggingin í Haag.. pojj fojj). Þá datt ég inn á lítinn take-away wok stað og fékk mér satay kjúklinganúðlur og cherry cola og hoppaði svo upp í strætó heim á Villa Cornelia og borðaði matinn minn í garðinum undir trjánum með coldplay í eyrunum..

Jájájá... Ég ætla að fá mér að læra smá og fara yfir textana svo ég sé örugglega með allt á hreinu fyrir morgundaginn! Prófið er klukkan 10 og upphitun kl 9:30. Vona að ég nái að renna yfir lögin með píanistanum fyrst.. :)

Elsku Eva mín.. takk fyrir kommentið.. það var sko miklu betra hjá þér heldur en á bed and breakfast! Alveg sama þó það sé nýkreistur appelsínusafi í morgunmat! .. Ég saknaði bara Sunnu sætu í morgun og þó fólkið hérna sé mjög almennilegt og viðkunnanlegt þá er maður ekkert að hanga með þeim neitt á daginn ...eða yfir kvöldmatnum.. og ég verð nú bara að segja þér það hérna opinberlega að það er pínulítið skrítið að vera svona aleinn í útlöndum.. Sem betur fer líkar mér alveg ágætlega við sjálfa mig en maður getur ekki alveg deilt tilfinningum sínum þegar maður upplifir eitthvað stórkostlegt! fólkið sem býr hérna er orðið alveg vant öllu þessu fallega sem ég sé.. hehemm..

Gott að þú ert komin með bíl imba mín... og Hildur þú þarft bara að bíða aaaðeins lengur! Föstudagurinn er alveg að koma ;) hlakka til að sjá ykkur elskurnar :)

Ekkjá morgun, heldur hinn!!! ;oD

múss knúss sjúss


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohhh hvað er æðislegt að lesa þessa færslu:) maður fær alveg bara yl í hjartað! Ég er staðráðin í því að ég þarf að komast til Hollands sem fyrst aftur:D Bara æðislegur staður til að ferðast til:)

Hafðu það gott Sóla og brake a leg;)

Erla Bumba (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sólbjörg Björnsdóttir
Sólbjörg Björnsdóttir
Veit að gott er að eiga góðan lager :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gunnar sýnir taktana
  • Danny trompetstrákur spilar ping pong við Melanie
  • Danny hélt netinu
  • Sefán og Hannah buðu okkur í belgíska kjötkássu sem var svaka fín. Matarboðið endaði svo með borðtennismóti..
  • Rigningarblaut..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband