komin til Ütrecht

Ég ákvað bara að taka daginn í dag rólega og eyða honum með sætu mömmunum mínum (Evu og Guðrúnu með litlu börnin sín). Bjó til jarðaberjasalat í hádegismat ogsvo röltum við aðeins í bæinn.. Fórum á æðislegt kaffihús sem var rosalega fínu kaffi (maður gat meiraðsegja valið baunirnar sem þeir nouðu í espresso-inn) og ég fékk Holllands besta brauð (skv. skiltinu) með reyktum laxi og salati.. og stelpurnar fengu sér kaffi og nammigóða eplaköku.

Við tókum smá rölt í gegn um miðbæinn og stelpurnar sýndu mér allar flottustu búðirnar og svo var kominn tími til að fara heim.. pakka niður og drífa sig til Utrecht..

Það ferðalag tók aðeins lengri tíma en ég ætlaði mér..
Ég byrjaði á að taka lest frá Haag til Utrecht Central station sem var auðvitað ekkert mál.. en þegar ég var komin uppí taxann þá misskildu leigubílstjórarnir eitthvað heimilisfangið og keyrðu mig í hinn hluta bæjarins.. það er víst bæði til F.H. Trompstraat og M.H. Trompstraat og þeir rugluðu því víst eitthvað aðeins saman! Ég varð nú hálf stressuð því samkvæmt upplýsingum á heimasíðunni þá stóð að væri bara ca 20 mínútna labb að bed and breakfast-inu frá central station en þeir voru búnir að keyra með mig í rúmar 20 mínútur og ég var farin að hafa áhyggjur af því að netið hefði gefið mér svona svakalega rangar upplýsingar.. Hefði ekki verið sniðugt að þurfa að taka taxa í skólann tvo morgna í röð!!! úff.. smá stress!! Þeir föttuðu þetta nú samt sem betur fer og athuguðu betur kortið sitt og ég var nú allavega mjög ánægð með að þeir hefðu ekki bara skilið mig eftir þarna fyrir utan eitthvað hús í úthverfi Utrecht með allan farangurinn!! Hahaha... þeir skutluðu mér auðvitað upp að dyrum, báru töskuna og allt og létu mig svo bara borga startgjaldið á leigubílnum :) greyin skömmuðust sín alveg í kleinu!!

(og já þegar ég tala um "leigubílstjórana" þá voru þeir í alvörunni tveir!!! annar var í þjálfun.. svo var líka playstationtalva í bílnum.. aldrei séð það áður í leigumbíl..)

Ég er rosalega ánægð með gistiplássið.. Það býr hérna fjölskylda á efri hæðinni sem sjá um gistiheimilið og hérna er bara eitt einasta herbergi svo ég er eini gesturinn þeirra!! Húsið er hannað af einhverjum amsterdömskum arkítekt og er eitthvað monument.. fékk alveg að heyra það þrisvar.. Bæði í gegn um síma og e-mail og aftur núna þegar ég var mætt!! This is a monumental place.. the house is monumental.. It is monumental you know!! Þannig að það fór nú ekkert á milli mála!! Enn allavega þá fæ ég alveg stúdíóíbúð fyrir mig með sjónvarpi og neti og satellite-tv, nýkreistan appelsínusafa í fyrramálið með morgunmatnum, aðstöðu til að elda og þvo þvott og get alltaf mallað mér te eða kaffi hvenær sem ég vil! Kallinn hann sem var ósköp elskulegur, heitir Jan Smits, hann tók á móti mér og þegar ég sagði honum að ég væri að sækja um í tónlistarháskólann þá sagði hann mér að 13 ára sonur hans spilaði á rafmagnsgítar og væri bara ansi flinkur.. dýrkaði Clapton og allt! Kannski ég taki bara lagið með honum á morgun ;) hahaha..

En já.. ég er alveg að deyjja úr hungri og er að hugsa um að fá mér bara koffínlaust kaffi og kex sem er frammi og afganginn af snickersinu mínu.. því ég nenni enganveginn út úr húsi í kvöld!! Ætla bara að koma mér fyrir á sófanum með gerfihnattadisknum og tölvunni minni.. kannski maður hitti einhvern skemmtilegan á msn??? Hver veit ;)

Takk fyrir stuðningin elsku mamma og Hildur ;) *knúúúús*

hahaha... þegar ég er að skrifa þetta þá hringir Auður í mig.. hélt bara að ég væri komin heim á frón! ;) Það er víst verið að skipuleggja hópferð með stelpunum á sex&theCity! Ég er reyndar búin að sjá hana.. Fór með Tinnu sætu og Dúnunni minni í boði baðhússins á sérstaka forsýningu.. þar sem voru eingöngu konur! Það var ÆÐISLEGT og er sko alveg til í að sjá hana aftur..
Enda var líka alveg ótrúlega rómantískt móment fyrir myndina. Auglýsingar á skjánum og allt í einu stendur MARIJANA
VILTU
GIFTAST
MÉR
stórum BLEIKUM stöfum á svörtum skjá.. Þá var einn bara kominn á hnén með hring í boxi!! Svarið var JÁ og því fylgdi langur koss og ég er viss um að ekki hafi verið nokkur kona í salnum sem ekki táraðist!! og já.. þegar ég sagði að það hefðu bara verið konur.. þá var ég nú ekki að segja alveg satt! Gæinn fékk að vera myndina og leiða verðandi konuna sína!! Enda frekar skemmtilegar aðstæður!!

æðislega amerískt og frábært :)

Svo langaði mig bara aðeins að stinga þessari stjörnuspá með.. mér finnst hún tala eitthvað svo mikið til mín ;)
Don't compromise with your artistic vision -- or any other manifestation of your uniqueness. Things are going your way! You need to stand up to anyone who feels that theirs is better.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra að lestarferðin gekk vel -en ekki eins gott að lesa um taxaferðina! Meiri lúðarnir þarna í Utrecht! En alltaf gott að græða smá, bara startgjald fyrir 20 min rúnt er náttla gefins -vona bara að þú hafir séð borgina í leiðinni;)

Það er greinilegt að nýja "heimilið" veitir aðeins betri þjónustu en við hér á Keppler hehehe:D Enginn nýkreistur djús hér -bara haugur af uppvaski!!

Gangi þér svo súpervel á föstudaginn.

Kveðja,

Eva og co

fósturmóðir þín (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 21:14

2 identicon

Skemmtileg svona ferðasögublogg, alltaf eitthvað óvænt í gangi :) Ég er orðin mjög spennt fyrir föstudeginum !!

Tot siens - (eitthvað svoleiðis, held að þetta þýði "sjáumst" - farin að ryðga í hollensku) kveðja Hildur

Hildur (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 12:33

3 identicon

takk elskan...ég er að fara að sækja bíl sem pabbi var að fjárfesta í svo ég ætti að geta redda mér héðan af...:) 

imbalimba (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sólbjörg Björnsdóttir
Sólbjörg Björnsdóttir
Veit að gott er að eiga góðan lager :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gunnar sýnir taktana
  • Danny trompetstrákur spilar ping pong við Melanie
  • Danny hélt netinu
  • Sefán og Hannah buðu okkur í belgíska kjötkássu sem var svaka fín. Matarboðið endaði svo með borðtennismóti..
  • Rigningarblaut..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband