útlandablogg :)

Jæjja.. Þá er maður bara staddur í Holllandi í litlu skemmtilegu hverfi bara rétt hjá miðbænum. CA 20-25mín rölt, en hér eru líka svona traam (eða strætó sem hangir á sreng.. hehe.. mn nú ekki hvað það heitir á íslensku, enda engin svona heima á fróni). Ferðalagið gekk bara mjög vel með smá svona aukaflækjum eins og venjulega gerist nú þar sem maður þekkir ekkert til. 'Eg lenti á Schiphol flugvelli í Amsterdam og tók lest til Den Hague. Ákvað að vera ekkert að stoppa í höfuðborginni enda ekkert að leita mér að hasskökum í þessari ferð :oP

Dröslaðist semsagt með ferðatöskuna og jakkann og liðartöskuna og vatnsflöskuna og fríhafnarpokann minn gegn um lestarstöðina og átti nú ekki í vandræðum með að finna platformið nema þegar ég var komin upp í lestina þá kost ég að því að elskulegi lestarmiðasalinn hafði bent mér á vitlaust platform og ég var á leiðinni á Haag Holland Station en ekki á Haag central station. Ég hafði nú ekki miklar áhyggjur af því vegna þess að ég var búin að vera í sambandi við Guðrúnu Hrund (dóttir Harðar sem er vniur með pabba míns) og hún sagði mér að ég gæti farið út á bápum stöðvunum.  Ég hafði hinsvegar ætlað mér á central station því skólinn sem ég ætla að sækja um er þar rétt hjá svo ég hafði hugsað mér að kíkja aðeins við! En jæjja.. nægur tími til þess á morgun hugsaði ég bara með mér og dembdi mér með töskuna í eftirdragi og allt hafurtaskið á öxlinni í áttina sem benti að tourist information. Hélt nú að það gæti ekki verið langt. Gangan tók mig FJÖRUTÍUOGFIMM mínútur og þar sem það var sunnudagur þá var allt HARÐlæst og lokað! Jámm.. best að labba til baka.. Þarna (s.s. 90 mínútum seinna) var ég orðin svolítið þreytt og ákvað að finna mér bara leigubíl.. enda var ég ekki alveg viss hvernig strætóinn virkaði og engir bæklingar neinsstaðar.. nema kannski á tourist information. En þangað ætlaði ég nú ekki aftur í bráð.

Ég hoppaði semsagt uppí næsta taxa. Leigubílstjórinn var frá Suran eða eitthvað svoleiðis og var ofboðslega almennilegur :) Spilaði fyrir mig einhverja brjálað hressandi tónlist en ætlaði svo aldrei að finna húsið hennar Guðrúnar. Endaði með að við þurftum að hringja í hana og fá hana út  á götu. " Halló, þetta er Ramón, ég er með stúlku hérna handa þér.." (á holllensku) "HA.." Guðrún stóð alveg á gati.. enda komst ég síðan að því að nágranni hennar heitir líka Ramón svo það er ekki skrítið að hún hafi verið hissuð :)

Hún tók semsagt á móti mér með Áróru dóttur sinni og bauð mér í nýbakaði jammilaðaða súkkulaðiköku og kaffisopa. Strákarnir hennar voru svo heima, Gunnar maðurinn hennar, var uppi að semja og litla krílið hennar hann var nývaknaður og hinn hressasti. Lagðist bara á gólfið og flatmagaði á meðan við hámuðum í okkur kökuna. Þau buðu mér síðan í mat á einn uppáhalds veitingastaðinn sinn. En hann er mjög frjálslegur, barnavænn og ökólógískur. Algjört æði!! Fengum frábæran mat og ég smakkaði ökólógiskan, holllenskan bjór á krana og fékk mér linsubaunakarrý. Nammi namm.. Rosa gott og rosa gaman.

Næst röltum við aðeins heim til þeirra.. Áróra litla orðin soldið þreytt, enda klukkan orðin átta hátta (eins og Guðrún sagði við hana) og síðan fórum við bara beint til Evu Daggar, Denis og Sunnu litlu sem er 1 árs, spjölluðu aðeins og fórum svo a lúlla.. og hér hjá þessu yndislega sæta og skemmtilega fólki ætla ég semsagt að fá vera næstu 2 nætur. 

Í morgun fór ég svo og leitaði að skólanum. Það var ekkert mál að finna hann en svo ruglaðist ég aðeins á leiðinni heim og tók lengri leiðina til baka.. rataði samt alveg á endanum .. kíkti við í supermarked og keypti salat með matnum í kvöld og smá brauð og súkkulaði mús handa mér til að kjammsa eftir bæjarferðina:) 

Mér líst bara mjög vel á skólann og allir tóku mér ofsalega vel. Reyndar gat ég ekki fengið herbergi til að æfa mig fyrr en um kvöldið en gæinn í reception var ekkert smá almennilegur og bauð mér bara að rölta um og skoða eins og ég vildi :) 

jæjja.. ég ætla aðeins að fá mér að læra smá hljómfræði og svo ætlum við að elda eitthvað saman í kvöld.

Knúsí :oD 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já....kona bara komin útí heim....og lendir í hinu og þessu og sporvagninn á sínum stað.!!Ehumm. En gott að þetta er allt í góðu......kona tekur tíma að fatta inná málin og svo venst að vera alltaf að passa sig að gera rétt, taka réttar lestar, fara í rétta átt og svovíðere. Við pabbi fylgjumst spennt með og skilaðu kveðju til Guðrúnar og fjölsk og líka fósturfjölskyldunnar þinnar. Lovjú mamma tutu

mamma (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sólbjörg Björnsdóttir
Sólbjörg Björnsdóttir
Veit að gott er að eiga góðan lager :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gunnar sýnir taktana
  • Danny trompetstrákur spilar ping pong við Melanie
  • Danny hélt netinu
  • Sefán og Hannah buðu okkur í belgíska kjötkássu sem var svaka fín. Matarboðið endaði svo með borðtennismóti..
  • Rigningarblaut..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband