busy busy

úff!! púff!! :) það er sko búið að vera nóg að gera hjá mér undanfarnar 3x vikur.. Er búin að vera á fullu að æfa fyrir sýningu sem nú er byrjað að sýna í íslensku óperunni, Cosi fan tutte. alla vikuna fyrir frumsýningu voru æfingar á hverju kvöldi og þar sem ég var að vinna til 5 tók ég bara strætó beint niður í óperu eftir vinnuna.. öss.. enda varla búin að eiga mér líf fyrir utan vinnuna og gaulið.. en það skemmtilega við þetta er að ég er búin að kynnast böns af hressum söngvurum og sötra allmarga öllara á Næsta bar með skelfilega skemmtilegu fólki :) næst síðasta sýningin er svo í kvöld kl 20:00.. en þar er btw. Tinna sæta söngstjarna og góð vinkona mín með hlutverk og stendur sig vægast sagt eins og hetja!! Hún er algjört æði og alveg hreint brillijant söngkona!! :oD Lokasýningin verður á þriðjudaginn kl 20:00, og mæli ég með að alla þá sem langar að sjá næli sér í miða sem fyrst því allt er uppselt í kvöld og var líka síðast enda er um stórskemmtilega sýningu að ræða.. Ég er hermaður, og líka reyndar mjög elegant þjónn eftir hlé.. brjáluð stemning og bara 1000 kr. miðinn sem er mjög vel sloppið í óperuna í dag!! Jebb..

svo ég segi nú aðeins frá þessu eins og þau segja á óperusíðunni (www.opera.is) svona í hnotskurn þá leikur Þorvaldur Kristinn (listaháskólagæji) Don Alfonso sem er svakalegur plottari og fær þá hugdettu að láta reyna á ást og trygglyndi vina sinna, sem eru í þessu tilviki Sólveg Samúels (en hún var líka með mér í lhí), Sveinn Dúa (frá Akureyri), Jón Svavar (sem líka er að norðan) og Hanna Þóra (sem er söngskólaskvísa og var líka með mér í Nótt í Feneyjum eins og Tinna). Tinna mín tekur svo þátt í öllu plottinu þar sem Þorvaldur fær hana til að vera memm.. og leikur hún stórt hlutverk þar sem hún hjálpar Þorra að rugla alla hina aðalleikarana í rúminu! Í þessum "leik" hans Þorvaldar setur hann upp ýmsar aðstæður, bæði sprenghlægilegar, skemmtilegar, sárar og erfiðar. Og snýst öll óperan um spil á mannlegt eðli, grimmd, framhjáhöld, ást og loforð! Dadda da daaaammm!!

Jebbs.. semsagt rauða serían hér á ferð.. hádramatískt en drepfyndið!! :-D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sólbjörg Björnsdóttir
Sólbjörg Björnsdóttir
Veit að gott er að eiga góðan lager :)
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Gunnar sýnir taktana
  • Danny trompetstrákur spilar ping pong við Melanie
  • Danny hélt netinu
  • Sefán og Hannah buðu okkur í belgíska kjötkássu sem var svaka fín. Matarboðið endaði svo með borðtennismóti..
  • Rigningarblaut..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband