lítið skref fyrir mannkyn, stórt skref í lífi stúlku..

ég held mér sé að batna... ég fór meiraðsegja á fimleikaæfingu í gær :) Reyndar ekki alveg jafn orkumikil og venjulega en ég get allavega sagt að ég er ekkert verri í dag! Bara betri ef eitthvað er :)

Dagurinn minn í dag.. so far...

*ég mætti snemma í vinnuna í morgun svo ég hafði nægan tíma til að undirbúa alltsaman.. og ekki nóg með það heldur kemur ekki bara Halla til að hjálpa mér að smyrja því öll brauðin voru að klárast!! Mikil gleði og hamingja hjá mér!! Morguninn var algjört æði.. Raggi sæti kom og fékk sér morgunmat hjá mér og vaktin var alveg ótrúelga fljót að líða..

*mamma hringdi og var komin með ömurlegu flensuna mína, svo ég tók með mér soya latte og croissant heim í strætó til að hressa hana aðeins við.. vona að það virki :)

*las öll blöðin og dúllaðist smá uppí rúmi hjá mömmu minni

*fór í bað :)

*borðaði peru og banana til að fá mergjaða vítamínsprengju

*og er núna að bíða eftir að Atli (sem ég hef aldrei séð áður) hringi í mig og taki mig með sér uppá skaga.. en ég er að fara þangað á smá æfingu með frænda mínum því við ætlum að gaula og spila saman í fermingarveislu á sunnudaginn!
Ég verð reyndar að fara varlega í sönginn en við þurfum aðallega bara að finna okkur tóntegund og svona þessháttarlagað stöfferí :)

bless í bili sunshine


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha, ég held alltaf að ég sé komin inn á einhverja nýja síðu...bara alltaf verið að breyta...:)

minn morgun var líka bara fínn...byrjaði á því að sofa viljandi aðeins of lengi svo ég mætti í skólann kl 10. Svo þegar tíminn var að verða búinn um 12 þá föttuðum við í bekknum að þetta var síðasta ,,kennslustundin" okkar í kennó...þeas þar sem við erum allar saman. Bara eftir valfög þannig að hópurinn dreyfist og svo bara lokaverkefni og vettvangstengt val. Svo það er bara mikil gleði og hamingja hér á bæ þar sem ég er svona farin að sjá fyrir endann á skólagöngunni en samt líka fullt af blendnum tilfinningum því ég á aldrei eftir að vera í tíma með þessum ótrúlega skemmtilegu stelpum mínum.  En svona í tilefni dagsins er ég búin að sitja í skólanum í allan dag og undirbúa verkefni sem ég á að skila í næstu viku...og akkúrat núna er einhver veisla inni í matsal, fullt fullt af girnilegum kræsingum, hvítvíni og rauðvínu og öllum pakkanum...og ég veit ekkert hvað er í gangi eða hverju er verið að fagna...

En allavega, ég hefði alvega bara geta skrifað fæslu um þetta allt á mínu eigin bloggi...hahaha kannski ég pósti þessu bara líka þar:)

Ingibjörg María (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 17:15

2 identicon

ps. gott að þú ert að jafna þig af flensudruslunni...

Ingibjörg María (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 17:15

3 Smámynd: Sólbjörg Björnsdóttir

hahaha... Takk fyrir skemmtilegt komment imba mín ;)

og já ég er í einhverju þema-flippi á síðunni minni!! Aðeins að reyna að finna sjálfa mig hérna.. :) ..held reyndar ekki að þetta sé málið ef ég á að segja alveg eins og er!! :o/ samt finnst mér þessar hendur þarna vinstramegin soldið skondnar og skemmtilegar svo ég held þessu lúkki örugglega í nokkra daga í viðbót :oP

Sólbjörg Björnsdóttir, 12.3.2008 kl. 18:25

4 identicon

Ertu að reyna finna sjálfa þig hérna? Það gengur ekkert, þú ert ekkert hérna þú ert þarna. ;) Hættu svo þessu veikindisstandi þarna, það er alger óþarfi. Ég held því fram að þetta sé RVK að kenna sko, ég varð alveg rugl veikur þegar ég fór síðast suður í einhvern tíma. :D bara gróðrarstía fyrir allskyns óþverra. Lengi lifi norðurlandið!! :D Farðu að hætta þessu rugli og flytja aftur norður, mátt sosum taka Ragga með þér. :)

Gunni Stóri (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 12:32

5 identicon

hehe.... ég bara skil það ekki gunni minn afhverju þú kemur ekki til mín í gróðrarstíuna!! What doesn't killl you only makes you stronger baby!! ;)

Sól (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sólbjörg Björnsdóttir
Sólbjörg Björnsdóttir
Veit að gott er að eiga góðan lager :)
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Gunnar sýnir taktana
  • Danny trompetstrákur spilar ping pong við Melanie
  • Danny hélt netinu
  • Sefán og Hannah buðu okkur í belgíska kjötkássu sem var svaka fín. Matarboðið endaði svo með borðtennismóti..
  • Rigningarblaut..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband