Klukkan er 23:23

Auðvitað haf alltaf allir eitthvað til síns máls í svona eurovision málum.. og maður getur bæði sagt eitthvað ..og bloggað, í hita leiksins ;) þannig er það nú bara!! Mér fannst samt Ragnheiður Gröndal vera best og sætust í keppninni pg hefði helst viljað að hún myndi bara vinna þetta!! :oD

Annars var ég í brjálæðislega skemmtilegum fimleikatíma áðan.. komst reyndar að því að teygjan í buxunum mínum var ekkert sérstaklega góð þannig að ég þurfti og binda þær upp um mig til að þær myndu ekki enda niður fyrir bossann minn og sýna öllum annars voða sætu nærbuxurnar mínar!! Eftir æfinguna er síðan alltaf svonkallað "Ella-þrek" Þar sem mesti bad-ass fimleikaþjálfari allra tíma tekur mann í gegn með allskonar æfingum!! Held barasta að ég sé að missa handleggina!! Ég hef ekki prófað það áður en held ég verði með from now on.. mig langar svoooo mikið í sætu magavöðvana mína sem ég var alltaf með í menntó og árið eftir það.. en fjúff!! Þetta er ekki auðvelt! ;)

Eitt fyndið Raggi minn er orðinn svo grown up að hann vill alltaf helst vera farinn að sofa kl 11 á kvöldin... Ekki sáttur við að ég sé bloggandi uppí rúmi :oP hehe.. ég er svo nasty!!

Annað fyndið þá var ég að keyra með Ingibjörgu um daginn á ofur kagganum hennar Möggu-Röggu-Töggu og á gatnamótunum á Snorrabraut og Hverfis sjáum við mann sem var reyndar voða fínn í tauinu úti á umferðareyjunni að rabba við lögregluna!! Greinilega EKKI sáttur.. Við vorkenndum honum nú smá og þegar við komum nær, haldiði ekki að þetta hafi ekki bara verið GEIR ÓLAFS!! mættur að rífast við lögguna í eigin persónu!!! Við sprungum náttúrulega báðar ósjálfrátt úr hlátri og ætluðum aldrei að jafna okkur!! :oD Frábært moment sem gleymist seint!

og NEI ég vil EKKI fara að sofa klukkan 11 !!! :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður fer nú ekki að sofa klukkan 11 nema maður þurfi að vakna klukkan 5 eða 6 um morguninn...

Dexxa (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 10:08

2 identicon

mér finnst voða fínt að fara að sofa kl 11...samt geri ég það ALDREI. En já Geir félagi sko...við skulum líka hafa það á hreinu að hanna var úti á miðri umferðareyjunni á gatnamótunum...sæææll

Ingibjörg María (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 12:44

3 identicon

Nákvæmlega!! Maður bara fer ekkert svona snemma að sofa nema maður hafi allsvakalega góða ástæðu til að fara allt allt of snemma á fætur.. td. ef maður er að fara í flug daginn eftir eða vinnur í bakaríi!! Já góðan daginn, góða nótt!! ;)

Geiri Geiri Geiri Geiri.. össsö söss

Sunny (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 00:14

4 identicon

Nei hvur grefillinn, varstu að finna þér ellismell?? (Sorry Raggi ;oD ) 11 getur reyndar verið duga eða drepast tímapunktur hjá mér, sofna eða vaka næstu 3 tíma áður en ég sofna. :oÞ Mér finnst svo ekkert sniðugt að fólk sé í einhverjum leikfimisæfingum, það er bara verið að strá salt í sárin hjá manni, ég sem get vart teygt mig í hnéin með beinar lappir. :Þ Hey já Sóla hvaða dagur er í dag?!!?!???!??!??!??!?!!!

Gunni Stóri (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 19:08

5 identicon

Já ég er farin að hræðast það.. elli smelli sprelli ;)

En í dag er einmitt besti dagurinn í heiminum!! ..Afmælið ÞITT ;) Til hamingju kjútest *SMAKK*

Sóla ;) (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sólbjörg Björnsdóttir
Sólbjörg Björnsdóttir
Veit að gott er að eiga góðan lager :)
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Gunnar sýnir taktana
  • Danny trompetstrákur spilar ping pong við Melanie
  • Danny hélt netinu
  • Sefán og Hannah buðu okkur í belgíska kjötkássu sem var svaka fín. Matarboðið endaði svo með borðtennismóti..
  • Rigningarblaut..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband