Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu..

Gleði (veisla)

Gleði (fleirtalan er gleðir) var ákveðin tegund af veislum sem haldnar voru á Íslandi frá miðöldum og fram á 18. öld, oft um jól. Voru gleðirnar stundum kallaðar vikivakar, eftir samnefndum dansi sem þar var gjarnan stiginn.
Vanalegast fóru gleðir þannig fram, að höfðingjar buðu öðrum höfðingjum og sveitungum sínum heim, og veittu ótæpilega af mat og (áfengum) drykk. Gleðir gátu staðið dögum saman.

Yfirvöld fengu snemma ímugust á þeim, þar sem þeim fylgdi ekki bara drykkjuskapur heldur einnig kynferðislegt lauslæti. Oft kom fjöldi óskilgetinna barna undir í einni og sömu gleðinni, með tilheyrandi vandræðum. Frægasta gleði sem haldin var var líklega sú sem kennd var við bæinn Jörfa í Haukadal.

Gleðir þessar voru bannaðar með dómi á 18. öld. Þær síðustu hélt sýslumaðurinn Bjarni Halldórsson á Þingeyrum á jólum 1755, 1756 og 1757.
Það er gleði af þessu tagi sem átt er við þegar sungið er „Hinstu nótt um heilög jól höldum álfagleði“ - það er að segja, álfaveislu. !!

Já þá vitum við það ;) væri alveg til í eina svona í sumar!! :oD


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úúúúú.. hljómar vel..

Dexxa (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 18:09

2 identicon

Hæ gamla, til hamingju með afmælið um daginn, leiðinlegt að komast ekki í afmælið en svona er víst að búa úti á landi (eins og þú þekkir manna best). Hafðu það sem allra best í Reykjavíkinni :)

Unnur María (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 14:45

3 identicon

hehe... takk fyrir afmæliskveðjuna elskan ;) bið að heilsa á eyrina :oD

Sól (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sólbjörg Björnsdóttir
Sólbjörg Björnsdóttir
Veit að gott er að eiga góðan lager :)
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Gunnar sýnir taktana
  • Danny trompetstrákur spilar ping pong við Melanie
  • Danny hélt netinu
  • Sefán og Hannah buðu okkur í belgíska kjötkássu sem var svaka fín. Matarboðið endaði svo með borðtennismóti..
  • Rigningarblaut..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband