ojjbara fjörmjólk!!

Til hvers að drekka létt eitthvað.. einfaldlega finnst mér ég ekki fá nógu mikið út úr því!! Bragðið ekki eins gott og ekki þessi nammi tilfinning sem maður fær þegar maður drekkur nýmjólkina..

Reyndar drekk ég eiginlega aldrei mjólk.. það er að segja bara í glasi. En ég drekk hana útí kaffi og mér finnst einn latte á morgnanna vera algjörlega ómissandi! Ég lenti hinsvegar í því í dag að eiga enga mjólk, nema fjör-, og langaði svooo mikið í nesquick! Þetta var bara ekkert miðað við það sem maður er vanur með nýmjólkinni!!

algjör bömmer!!!! :(

Annars fór ég með tinnu minni á sinfó í fyrradag að hlusta á einleikarana sem unnu sinfó keppnina núna síðast :) ég var gjörsamlega blown away :) enda voru þau öll æðisleg og svo var frábært að hitta allt hressa og skemmtilega listaháskólaliðið mitt.. Við fórum síðan niður á sinfóníubarinn og spjölluðum eftir tónleikana við nokkra úr sveitinni og áhangendur þeirra! Bara geggjað kósý og hressandi kvöld.. kom ekki heim fyrr en um hálf tvö og freeekar erfitt að fara að vinna kl 7:30 morguninn eftir! OJJbara ;) hehe..

Annars er helst í fréttum að hún Kolla litla frænka mín er búin að eyða síðustu 3x dögum hjá okkur á Flóku og hún fór út til Ítalíu í morgun þar sem hún ætlar að fara að passa börn í hálft - 1x ár!!
Mér finnst þetta geggjað spennandi og held hún eigi eftir að hafa bæði gott og gaman af.. Ég verð reyndar að segja að ég var nú svona pínu hrædd um hana á flugvellinum þegar við pabbi skutluðum henni í nótt, en hún byrjaði á því að gleyma bæði flugmiðanum, debetkortinu og passportinum á borðinu þegar hún tékkaði sig inn.. síðan var hún stoppuð við hliðið og þurfti að fara úr ofurmegadúndurflottu glans pæjuskónum sínum og taka tölvuna upp úr töskunni.. og stóð á táslunum á gólfinu á meðan öryggisgæjarnir athuguðu hvort eitthvað væri gruggugt við hana.. hehe!! Get ekki beðið eftir að heyra sögurnar hennar frá stansted í london.. en síðast þegar hún var þar var hún einmitt snúin niður af öryggisverði þegar hún ætlaði að draga sléttujárnið upp úr töskunni!!

Þetta verður spennandi ferð ;) ..Láttu heyra í þér frænka og gangi þér vel!!

Knús og kossar

Við Dúna erum búnar að dressa okkur upp í íþróttaföt og erum að fara að tölta út úr húsinu því að við erum að fara á fimleikaæfingu! Já þannig er nú það..

see ya ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sólbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sólbjörg Björnsdóttir
Sólbjörg Björnsdóttir
Veit að gott er að eiga góðan lager :)
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • Gunnar sýnir taktana
  • Danny trompetstrákur spilar ping pong við Melanie
  • Danny hélt netinu
  • Sefán og Hannah buðu okkur í belgíska kjötkássu sem var svaka fín. Matarboðið endaði svo með borðtennismóti..
  • Rigningarblaut..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband