blómin á svölunum mínum blómstra og sólin skín..

Já Jóhanna bara stóð sig mig prýði og sendi okkur í annað sætið :) ..ekki laust við að mann langi bara að skella sér til nágrannaþjóðarinnar og hlusta live á næstu keppni ;) En því miður náði ég ekki einusinni að horfa á keppnina. Söngdeildin var með tónleika í cultural centrum hérna í Utrecht svo við vorum bara að hugsa um allt annað. Þegar tónleikarnir voru búnir fengum við þó utanaðkomandi aðila til að senda okkur númerið og kódann og fengum svo nánustu til að kjósa uppáhalds landið sitt.. með smá influence frá okkur íslendingunum ;)
Auðvitað verður maður að styðja sitt land!!! Sérstaklega svona í útlöndum þegar manni gefst tækifæri til! :)

Við fréttum samt að hún hefði staðið sig einna best af öllum keppendunum og mörg atriðin verið vægast sagt skelfileg. En hver er ég til að dæma það þegar ég sá ekki einusinni keppnina :P

Tónleikarnir gengu reyndar mjög vel þó ég hugsi að ein vika enn í undirbúning hefði gert þá frábæra!! En það var gaman að sjá alla í sínu fínasta pússi og sumar skvísurnar keyptu sér gala-kjóla sérstaklega fyrir tilefnið svo þetta var gríðarlega myndarlegur hópur.

Nú þarf ég bara að fara að framkalla allar myndirnar mínar og skanna svo ég geti smellt inn myndum frá síðustu mánuðum hérna úti. Það er nefninlega þannig mál með vexti að elsku digital myndavélin sem ég fékk í "arf" þegar ákveðinn aðili vildi fá sér nýja myndavél í fyrra gaf upp öndina þegar ég missti hana í götuna í Amsterdam fyrir nokkrum vikum og nú hef ég bara filmuvélina mína til að dokjúmenta! :/ Það er auðvitað dýrara að framkalla og þessvegna geymi ég alltaf nokkrar filmur til að fá magnafslátt.. allavega þá er held ég farið að koma að því núna svo þið þurfið ekki að bíða mikið lengur :)

Jæjja.. ætla að hoppa í sturtu og koma mér út í sólina! Veðrið er yndislegt hér :D


ALLT að gerast!!

Já nú er Róbert bróðir systu minnar búinn að skíra litla snáðann sinn, Auður búin að skíra fallegu dóttur sína, Snorri bróðir mömmu minnar búinn að gifta sig (LOKSINS eftir 23 ár) og Dagur Elí búinn að fermast.. Maður má ekki rétt stinga af í nám í 7 mánuði án þess að missa af bókstaflega ÖLLUSAMAN!! :P

 Jæjja mig langaði bara að smella inn nokkrum myndum af liðinu.. soníganni!

 

20090509121505_18
Linda með nýskírða frændann, Sindra Leó.

 

 

 

 

 

 

 

20090511205802_7

 

 Sætasta Silja Marín með sætu mömmu í sundi

 

 

 

 

 

 

4298_1070852850083_1188987025_160198_2843361_n

 
 Einar Örn, Tinna, Snorri + Guðný og Ingadóra! Fallega fjölskyldann á brúðkaupsdaginn :)
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
2905_89568236825_660461825_2347206_4877242_n
  Og að lokum fallegasti fermingarsrákurinn minn, sem ég er nú reyndar búin að setja inn mynd af áður.. en æji hann er svo rosa fínn að mig langaði að setja eina enn ;)
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Já auðvitað er margt fleira búið að gerast en þetta er mér svona efst í huga þessa dagana...
 knús til ykkar allra heima
Sunny Beeeeeee er farin að læra í hausinn á sér..... 
*blikk* ;) 

sól sól skín á mig, ský ský burt með þig... ;)

Já Friesland var alveg æðislegt.. Ég hitti því miður enga hættulega menn sem jöfnuðust á við hann Dennis en það verður kanski bara seinna ;) Við fórum út á bát fyrsta daginn og lentum í miklum ævintýrum því eftir að ég var búin að stýra bátnum eins og hetja í háa herrans tíð þá tók Tomas við og keyrði beint á rót sem stóð svo hátt upp úr botninum að stýrið brotnaði aftan af bátnum.. Ekki vildi betur til en að við þurftum að bíða eftir björgunarliði í tæpan klukkutíma útá miðju vatninu í grenjandi rigningu!! Þetta var frekar scary og rótin á þessu tré var greinilega mjög töff því skrúfan sem hélt stýrinu var engin venjuleg skrúfa, heldur ein sú allra þykkasta sem ég hef á ævinni séð!!Svona litið slys á flottum bát sem þessum getur kostað hátt í 1000 evrur og þar sem foreldrar Tomasar eiga bátinn þá vakti þetta talsverðar áhyggjur í hópnum. Jæjja.. en enginn slasaðist og báturinn sökk ekki til botns með manni og mús svo kona verður að líta á björtu hliðarnar :)

...sem BETUR fer komumst við fljótlega að því að báturinn er svo vel tryggður að foreldra Tomasar þurfa ekki að borga eina einustu krónu. *sjúkk*Skemmtilegt ævintýri engu að síður.... :)Við eyddum næstu dögum í að labba um litlu bæina Heeg og  Sneek í Friesland sem eru alveg yndislega fallegir. 

Þarna eru pínulítil skökk hús við pínulitlar skakkar götur með pínulitlum skökkum görðum og allt fullt af fallegum bátum og hamingjusömum litlum skökkum hundum... Og hestarnir þarna eru alveg ótrúlega fallegir. Þeir líta út eins og arabísku gæðingarnir nema ekki alveg jafn stórir.. hmmm... ég ætla að setja mynd! Augnablik :)

horses

 

amber

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

eða tvær ;) ..mér finnst þeir allavega æðislega fallegir. Og þarna á seinni myndinni má sjá dæmigerða hollenska konu á hestbaki :P

 Gaman að því!!

 Í dag fór ég í 3ggja ára/eða 21 árs afmæli hjá henni Callas litlu hundaprinsessunni þeirra Halla og Heiðrúnar og fékk alveg unaðslega súkkulaðiköku sem Heiðrún snilldarkokkur bakaði handa gestunum.. Ég er enn með vatn í munninum. Yummie Yummie :) Callas er búin að læra að opna pakkana sína sjálf og var ansi spennt að fá nokkur leikföng, hundarúm og hundanammi, og foreldrarnir höfðu sett á hana fallega bleika slaufu í tilefni dagsins og þetta var mikil gleðistund.

 Þórunn og Lilja eru á fullu að pakka og þrífa íbúðina sína því nú er komið að þeim tíma að þær losna úr stóru, fallegu, dýru íbúðinni sinni og Lilja fer að búa með hjónakornunm og Callas en Þórunn flytur inn til okkar Stefáns í einn mánuð áður en skólanum líkur.. Það eru spennandi tímar framunda. Sólin er hátt á lofti og allir ánægðir með lífið!!

Jæjja... Kossar til ykkar, ég þarf að fara að fá mér að læra!

xxx 


Friesland :D

Í fyrramálið fer ég með tveimur vinkonum, Caro og Simone auk kærasta Simone honum Tomasi ásamt Þórunni til Friesland sem er víst algjör paradís í Hollandi.. Á morgun er reyndar spáð rigningu en maður verður að vona það besta fyrir næstu tvo daga á eftir! Ég hlakka mikið til og er búin að vera að kíkja á netið að finna myndir af svæðinu.

Hér má sjá nokkrar skemmtilegar sem ég fann :)

kossar

 

friesland_1frieslandgolfclub-wilhelmshaven-friesland-ev_004420_full1201_friesland_zomer_1995koeien-friesland-pingjum-og


Lóan er flogin til costa del sol.....

http://baggalútur.is/

Það er lítið hólf hægra meginn á þessari síðu ef þið skrollið aðeins niður sem heitir "Spiladós" og þar má finna frábært lag sem heitir "Gleðilegt sumar" mæli með því fyrir alla þá sem eru að láta sér leiðast í "góða veðrinu" :)


you think you've flown before but you ain't left the ground..

Já sumarið leikur svo sannarlega við okkur í Utrechtinni.. Smellti inn hérna nokkrum myndum frá síðustu vikum... Ástarkveðjur, Sunny

 

P1010045

 

 

 

 

 

 

 

 

ég með Guggý og Laufeyju sætu skvísum og Stefáni fyndna í salsapartýi hjá Lilju og Þórunni 

image007

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Hér erum við Þórunn og Marco í lok Bach-cantötu tónleika í skóla kapellunni, þess má geta, fyrir þá sem hafa áhuga að Tomas vinur minn situr þarna lengst til hægri á fremsta bekk..

P1010072

 

 

 

 

 

 

 

 

Nokkrar endur á svamli í sýkinu mínu á leið í skólann... (þá á ég við sjálfa mig, því ekki voru endurnar að fara að setjast á skólabekk..) 

image024_823758

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég og "Tóta" á t'oude poythuis við Oudegracht að bíða eftir myndarlegum þjóni til að bjóða okkur uppá drykk...

P1010082

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þórunn komin í sumarskóna...  

image015

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Simone sæta að fá sér pönnuköku við vatnið hjá pönnukökuhúsinu.. Þessi mynd var tekin af henni elsku Lilju minni þegar hóptímanum í söngdeildinni var eitt sinn frestað um 3 tíma vegna óviðráðanlegra ástæðna og allur hópurinn hjólaði saman á þennan fína stað á meðan við biðum eftir að allt færi í gang :) 

P1010079

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég á leiðinni í óperuna í amsterdam með úbersvöl sólgleraugu!!


Stolt :)

Litli fallegi frændi minn hann Dagur Elí fermdist núna um helgina og ég fékk alveg ægilega heimþrá :(Það var svaka veisla í Heiðartúni hjá mömmu og pabba, afi og amma komu og snorri bróðir mömmu með alla familíjuna auk allra yndislegu föðurfjölskyldunnar hans.Alltaf leiðinlegt að geta ekki verið til staðar á svona stundum.. en þannig er nú bara það! Nóg að gera í skólanum og tónleikar framundan.. En sem betur fer á ég góða vini hérna úti og er mjög þakklát Simone, Tomas og Þórunni fyrir að hafa verið fjölskyldan mín í gær og gert hann yndislegann þrátt fyrir að ég hafi ekki getað verið heima hjá ykkur hinum!! :)

En hér er flottasti strákurinn minn hann Dagur Elí Guðnason, fermdur !! ;)

CIMG3197

kossar

round round round round i get around...

ójá.. ÉG Sólbjörg Björnsdóttir er byrjuð skokka!! :D

Girl%20Running

 


Einhvern daginn verð ég góð á píanó!

damm da da daa dada
damm da da da da daa da da damm
da da da da da da damm damm damm da da da damm

damm dada damm
damm dada damm
dada dada dada damm
dadadada
dadadadadada damm damm damm damm da da damm...


Baggalútur.!

http://baggalutur.is

Baggalútur fær mitt stig sem klárlega bestasta heimasíða marsmánaðar!!! :D

Eftirfarandi frétt þeirra veitti mér gott hláturskast um hádegisbilið í dag;

 

"frett_39_loa

 Svo virðist sem lóan sem sást hér á landi í morgun sé farin aftur.Að sögn sjónarvotta leit hún aðeins í kringum sig, skeit á Alþingishúsið og flaug síðan áleiðis til Færeyja."

 

 

 

 

Kæri Baggalútur, Takk fyrir mig :) 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sólbjörg Björnsdóttir

Höfundur

Sólbjörg Björnsdóttir
Sólbjörg Björnsdóttir
Veit að gott er að eiga góðan lager :)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gunnar sýnir taktana
  • Danny trompetstrákur spilar ping pong við Melanie
  • Danny hélt netinu
  • Sefán og Hannah buðu okkur í belgíska kjötkássu sem var svaka fín. Matarboðið endaði svo með borðtennismóti..
  • Rigningarblaut..

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 705

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband